engar eyjar…

Jájá… maður er víst bara ekkert á leiðinni ti Eyja… pabbi “gleymdi” að láta mig vita að Salóme frænka hefði bara tekið sig til og hent öllum spólunum inn í tölvuna og mín væri ekkert þörf… svo ég sit bara hér heima í Reykjavíkinni að gera það sem ég geri best… hanga í tölvunni 😉 En jæja… maður verður þá bara að taka því og kannski skella sér í klippingu hér í bænum (hvað er ég búinn að vera að tala um að fara í klippingu lengi…). Ætlaði að fara í klippingu í Eyjum í dag en fyrst mar er ekkert að fara verður mar bara að finna sér einhverja stofu hér… Elena systir benti á zoo.is svo það er spurning um að fara bara þangað… maður spyr sig… í sífellu. Hvað finnst þér? 😉

Læt einn lítinn brandara sem Yerni sagði mér fylgja… algjör snilld

Hjón stóðu við górillubúr í dýragarði og kallinn segir við konuna: “Sýndu górillunni á þér brjóstin” og konan gerir það… górillan æsist soldið og þá segir kallinn: “Sýndu górillunni nú á þér pjásuna…” hún gerir það og górillan verður alveg óð… Þá tekur kallinn konuna og hendir henni inn í búrið og segir: “Reyndu að segja honum að þú sért með HAUSVERK!”