I’m back…

Jæja þá loksins fékk maður sig til þess að koma þessari blessuðu síðu sinni í gagnið aftur 🙂 Ég var orðinn leiður á blogger.com og langaði að prófa eitthvað nýtt. Fann þessa líka fínu php scriptu sem gerir það að verkum að ég er ekki lengur háður blogger.com þegar mig langar til að blogga… allt bara á servernum mínum… en hverjum er ekki sama um það? 😛

Já, en ég er allavega bara kominn til Reykjavíkur og búinn að vera hér í tæpan mánuð. Komst inn á samning í kokknum á Nordica Hotel. Líkar þetta líka bara svona helvíti vel og hef það bara fínt 😉 Veit að þið eruð mörg búin að vera að ýta á eftir mér að drulla þessu bloggi í gang en það er bara búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma 😮 En nú ætti þetta að fara að lagast… kominn með þetta svona eiginlega 😉 Svolítið hrátt og einfalt útlit en ég kem til með að breyta og bæta þegar ég hef meiri tíma 😀

Þangað til næst…
later