ekki er öll vitleysan eins…

Nú er allt að verða vitlaust í netheimum eftir að lögreglan lét til skarar skríða í gær og handtók, gerði húsleit og lagði hald á allan tölvubúnað 12 aðila. Þetta er víst eitthvað sem Skífan stendur fyrir og er reyndar eitthvað sem ég er búinn að bíða eftir að skeði síðan þetta DC dæmi byrjaði… Þessir gaurar eru víst eitthvað hátt settir þar á bæ og voru með einhverja HRÚGU af efni á vélunum sínum. Ég verð nú samt að segja alveg eins og er að það verður aldrei hægt að stoppa þetta underground dæmi alveg.. það kemur alltaf maður í manns stað, en jújú, það má alveg reyna…

(ætli ég verði ekki tekinn í yfirheyrslur fyrir að segja þetta 😉 En svo segir í hádegisfréttum rúv að þetta sé aðeins byrjun á frekari aðgerður lögreglu… en þar segir einnig að þetta sé stærsta mál sinnar tegundar í heiminum og í frétt á mbl.is segir að þetta hafi verið um 100 notendur… efast um að það sé stærsta mál sögunnar í svona málum… því svona dæmi er RIIIISASTÓRT í öðrum stærri löndum, og örugglega stærra í öllum öðrum löndum þar sem fólk hefur efni á tölvum og interneti 😛

En já, mar er í fríi í dag og á morgun og svo tekur helgarvinnan við… það er viðbjóðsveður og helvíti fínt að hanga inní bara 😉 Er reyndar að fara heim til Gaua og Steinunnar í áramótaskaupsmaraþon þar sem Bergdís á áramótaskaupin frá ’84 og uppúr á spólum… hehehe það verður örugglega gaman 😀

Haha… svo var ég að lesa um að það á að fara að slá heimsmet í koddaslag í Suður-Afríku, en þar eru um 2400 nemendur að fara að slá núverandi heimsmet í fjölda-koddaslag sem er 640 manna. Krakkarnir fá frí í skólanum til að slá þetta met, en maður spyr sig… mega börn í Afríku við því að taka frí í skólanum? HEHE, nei þetta er mean. Ég er hættur 😛