back to work…

Jæja þá er mar kominn aftur í vinnu eftir alveg hreint fínasta helgarfrí… Mjög lítið að gera í vinnunni í dag og er það víst eitthvað svipað á morgun… Reyndar verður vörutalning og fengum ég og Guðjón það skemmtilega verkefni að fá að telja allt sem er í frystinum… þannig að við mætum vel dúðaðir í fyrramálið 🙂

Annars er nú lítið að frétta af litlum Reykjavíkur-Eini, nema kannski að mar saknar litlu Dísinnar sinnar orðið alltof mikið… Nú er hún búin að vera í burtu í viku og á 3 eftir 🙁 Ekkert sniðugt. En ég trúi ekki öðru en að hún sé að gera það gott í Hveragerði svo það er bara hið besta mál… verst að hún er skíthrædd við náttúruhamfarir og er þetta mesta skjálftasvæði landsins 😀

En já, maður gerir nú ekki mikið hérna í borg óttans nema vinna og hanga heima í tölvunni… lítið öðruvísi en heima í Eyjum kannski? 😮 Tja… þar hafði mar allavega vinina til að draga sig út að gera eitthvað svona einu sinni og einu sinni 😉 Arndís er í því hlutverki hér í bænum en tók sér frí í 4 vikur 😮 Ég kann ekki rass á þetta blessaða strætókerfi, kann að fara í vinnuna og koma mér heim úr henni and that’s about it 😉

En jú það eru að koma mánaðarmót og ég var að spá í að skella mér í það að byrja að æfa badminton… mig hefur alltaf langað til að æfa þessa íþrótt síðan mar byrjaði að leika sér í þessu í leikfimi í Eyjum 😀 Nú þarf mar bara að drattast niðrí TBR eftir helgi og skrá sig… verð eiginlega að byrja að hreyfa mig svo ég fari ekki að fá ‘staðalbúnað kokka’… (kokkabumbu) eins og ég sé óneitanlega mikið af þarna niðrá Nordica (nefni engin nöfn 😉 Valið stendur á milli badminton og að byrja að lyfta… mig langar meira að æfa badminton en lyftingarnar koma sér betur í sambandi við vinnutímann… Æji ég sé til hvað ég geri… 😛