Untitled

Uhhhhh… hvar er ég eiginlega…? Ég veit að ég hef komið hingað einhverntíman áður… fyrir kannski svona einum og hálfum mánuði… Neinei, ég segi svona. Einsog kannski margir hafa séð hefur áhuginn fyrir þessu blessaða bloggi hrunið og gott betur en það. Oft hefur maður verið latur en nú held ég að mar hafi slegið öll met. Ég ákvað að blogga í dag af eiginlega þrem ástæðum…

1. Tilkynna sumarfrí einis.com 😮

2. Þakka öllu þessu yndislega fólki sem er búið að óska mér til hamingju með daginn og ég hef ekki náð að þakka fyrir mig… þið eruð frábær 😉

3. Þóknast henni Guðlaugu sem hefur verið dyggur stuðningsaðili minn í gegnum þetta bloggævintýri… hér færðu færsluna þína Gulla mín 😀

Þannig er nú það já… í svona áhugaleysi verður mar bara að taka sér pásu og reyna að fá áhugann aftur… sem er alveg pottþétt að ég fæ, og þá mun ég líka að öllum líkindum koma með nýtt look… kominn með uppí kok af þessu einhvernveginn 😐 Ég mun þó að öllum líkindum reyna ef ég kemst í tölvu þegar ég og Árni Óli förum út núna 15. júní næstkomandi, að blogga eitthvað og segja hvernig gengur hjá okkur á þessu blessaða ferðalagi okkar… og kannski henda inn einhverjum myndum ef það verður hægt 😉

Annars er lítið búið að vera að ske hjá mér annað en bara vinna og djamm… Árshátíð Ísfélagsins var síðustu helgi og við skulum bara ekkert tala meira um það 😀 Mar var vel fullur að vanda eftir frítt áfengi og alltof margar ferðir á barinn… shite. Er svo að fara á morgun í borg óttans að kíkja á bassa til að versla mér þar sem ég, Sveinbjörg og Árni erum að fara að leika okkur að spila saman. Spiluðum saman á föstudaginn síðasta og það var ein mesta snilld sem ég hef upplifað… djöfull var gaman 😀 Nú er bara að redda sér einhverjum fínum bassa og magnara og drullast til að æfa… en ég einmitt kann eiginlega ekki jack á þetta hljóðfæri. Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt 😉 En já ég fer til rvk með seinni Herjólfi á morgun ásamt Hlynsa, en hann er að fara að versla sér miða á Metallica tónleikana. Ég hef ekki alveg gert upp við mig hvort ég fari bara heim á laugardeginum eða sunnudeginum en ég held að Arndís sæta taki nú ekki í mál að ég fari heim fyrr en á sunnudaginn… mar sér til 😉

Allavega ætla ég að fara að kalla þetta gott… vinna kl 6 í fyrramálið og svo Herjólfur. Sumarfrí orðið að veruleika og vil ég þakka öllu þessu frábæra fólki sem hefur heimsótt þessa síðu hvað eftir annað nú síðastliðinn einn og hálfa mánuðinn í von um að nýtt blogg líti dagsins ljós… En hér eftir verður einhver bið á því… sólin farin að skína og útiveran kallar… 😉 Takk fyrir mig og sjáumst hress og kát á næstu ‘blogg vertíð’ 😛

Einir kveður í bili…

Skemmtileg staðreynd: Einir er orðinn alveg hundgamall 😮