Untitled

Þá er nú aldeilis farið að styttast í helgina og ekkert nema gott um það að segja þar sem Hippaballið verður núna á laugardaginn og höfum við nokkur ætlað okkur að mæta á þetta annars ágæta ball… sem ég svo eftirminnilega fór á í fyrra en sleppti þá hippafötunum einsog asni (reyndar var planið ekki að fara á ballið en ég ætla ekki að fara að afsaka mig… þetta var óafsakanlegt). Þó mér hafi liðið frekar illa þar sem ég og Hlynsi vorum hér um bil einu mennirnir sem ekki voru í hippafötum, skemmti ég mér alveg konunglega og þetta Hippaband var alveg að meikaða. Mæli með að fólk láti sjá sig á þessu balli… það verður pottþétt alveg fullt á þessu balli. Nú er bara málið að finna hárkolluna frá því á þjóðaranum… eitthvað sniðugt hárband og sólgleraugu… og já… HIPPAFÖT 😀 Ég býst við mögnuðu djammi alveg hreint…

Svo var ég nú að frétta að það yrði FÍV Cup á föstudaginn… ef einhver námshestur úr FíV les þetta og veit eitthvað um þetta má sá hinn sami gjöra svo vel og staðfesta þetta eða slá þetta af hérna beint í kommentin takk fyrir 🙂

Annars er Hjörtur Nistelrooy kominn með heimasíðu og hefur hann því bæst í þann aragrúa bloggara sem eru að eigna sér internetið… Verður gaman að fylgjast með hvernig honum á eftir að ganga en eins og er kóperar hann nú bara Púlsinn af X-inu í gríð og erg og peistar á síðuna sína 😀 Þú ert ágætur Hjörtur 😛

Þá er bara að bíða eftir helginni og reyna að meika þessa vinnuvikuna 😛 Skelfilegt að fara allt í einu að vinna þetta allt í dagvinnu… anyway… ég er farinn að lúlla.

Skemmtileg staðreynd: Flest klósett sturta niður í lágu E-i (tóninum)