Untitled

Góðan dag og gleðilegt nýtt ár 😉 Eftir laaaaaangt og gott frí er ég kominn aftur endurnærður og fínn til starfa. Þetta var eiginlega bara of langt frí þar sem ég er orðinn nokkuð latari eftir það… en það bjargast, trúi ekki öðru. En já nóg um það allt saman… nú er staðan sú að fagur hópur eyjamanna mun leggja af stað í smá road trip til borgar óttans en það eru Hlynsi, Garðar Heiðar, Árni Óli, Arndís Ósk, Sæbjörg og ég. 2 fyrstu sem ég nefndi tóku smá forskot á sæluna og tóku fyrri ferðina í dag en við hin komum til með að taka seinni herjólf í dag. Svo munum við að sjálfsögðu hitta fólk á borð við Grjóna & Ólöfu.

Nú spyrja menn sig örugglega “hvað eru þau að vilja til Reykjavíkur?” Tja… ein stór ástæðan fyrir því er síðasta myndin í Lord of the Rings seríunni, The return of the king… en við höfum öll gríðarlega gaman af LOTR myndunum (og hver ekki? :). En svo er fólk einnig að fara á skíði skilst mér og einhverjir að fara að versla og bara hitt og þetta. Fínt að taka eins og eina helgi í þetta stöku sinnum. Þótt Vestmannaeyjar séu ágætar verður maður stundum að gera eitthvað nýtt 😛

Þá er bara að fara að pakka niður og gera allt klárt. Tékka á hestinum, en það er verið að yfirfara greyið og skipta um olíu á honum svo hann verði nú líka tilbúinn 😉 Já ég kem nú líka til með að taka myndavélina með, en ekki til að taka myndir heldur til að senda hana loksins í viðgerð þar sem sumir muna kannski að hún datt svo eftirminnilega í gólfið í laugardagshöll þegar undirritaður var að taka sína FYRSTU mynd af MUSE… jæja ég ætla að fara pakka niður… sjáumst eftir helgi 😉

Skemmtileg staðreynd: Það er ekki bara feldurinn á Zebra hestum sem er röndóttur, heldur einnig skinnið sjálft.