Untitled

Halló halló halló… kominn tími til að blogga segiði… já, kannski. Maður rétt skreppur á eitt stk. LAN og allt verður vitlaust 😛 Fólk meira að segja kom til mín á Sálarballinu og sagði að ég væri latur >:| Tsss… mar er greinilega á topp 5 lista yfir afþreyingu hérna á þessari blessuðu Eyju… og kannski víðar 😀 En já… ég skellti mér á lan sem stóð yfir í um eina og hálfa viku í bílskúrnum hjá Árna Óla og var spilað mest Battlefield 1942 og C&C Generals (sem er einn mesti snilldarleikur sem gerður hefur verið). Snilldar lan og vil ég þakka þeim sem þar voru fyrir frábæran tíma.

Svo núna um helgina var FÍV Cup á föstudeginum og svo Sálarball á laugardeginum svo nóg var að gera hjá litlum Eini. Við byrjuðum bara að djúsa á LANinu á föstudeginum fyrir FíV Cup og ætluðum svo að kíkja niðrá Friðarhöfn þegar þetta byrjaði allt saman (ég & Hlynsi) en ekkert varð úr því þar sem við vorum að spila svo helvíti skemmtilegan C&C Generals leik 😛 Um klukkan 9 hringdi svo Hildur í okkur og sagði okkur að þetta væri búið allt saman og við værum á leiðinni heim til Maríu í heita pottinn… ekki mótmæltum við því og báðum Bigga að skutla okkur… Hittum fólkið sem tók þátt í FÍV Cup heima hjá Maríu og var það flestallt vægast sagt MJÖG ölvað 😉 Fórum í pottinn og vorum þar í svolitla stund þangað til ég og Sveinbjörn ákváðum að drattast bara á Lundann, þar sem var ömm… ENGINN svo við vorum bara komnir heim einhverntíman um 2 – 3 leitið. Skelfilegt djamm vægast sagt.

Á laugardeginum ætlaði ég aldrei að nenna að byrja að drekka en það endaði samt með því að Sveinbjörn náði að draga mig útí það um klukkan 12 á miðnætti. Fórum svo uppí Höll um 1 leitið og ég fann ekki á mér og ekki Svenni heldur. Föttuðum báðir að við ættum ekki krónu og þeir sem fara útaf balli í Höllinni koma ekki aftur inn nema að BORGA AFTUR. Ég vil koma því á framfæri við Simma í Höllinni eða hver sem það er sem stjórnar þessu að þetta er FÁRÁNLEGT!!! Hvað í fjandanum er það að BANNA manni að fara út úr Höllinni þegar mar er búinn að borga sig inn? Til hvers er verið að láta mann fá miða við innganginn? Meiri vitleysan! En já, við reyndum allt… reyndum að fara yfir á debetkortunum okkar hjá held ég öllum barþjónunum og tókst það að lokum 😀 En þetta var samt ekkert sérstakt ball og ég held bara að Sálin sé alveg að deyja… Þvílíku greifarnir… tóku sér svona 1 og hálfs tíma pásu og hættu á slaginu 4, ekki mikið að þessu fyrir aðdáendurna lengur. Eftir ballið var leitað og leitað af eftirpartýi sem endaði þannig að ég, Bixie og Magni fórum fyrst til Bixie þar sem Magni pantaði pizzu heim til sín og fórum við svo allir þangað með eina rauðvínsflösku og héldum áfram til um 8 leitið þegar ég og Biggi löbbuðum heim… paaaaaakksaddir ;D Thx Magni

Djammstjörnugjöf Einis:

Annars er tölvan mín búin að vera með eitthvað bögg, enda orðin 4 ára greyið og kominn tími til að splæsa í nýja, en það þarf peninga til þess og ekki er ég með vinnu enn! Ætla ekki að hafa þetta lengra í dag, manni er að takast að snúa sólahringnum við og ekki er það nú sniðugt… þangað til næst…

Skemmtileg staðreynd: Mannshjartað getur framkallað nægan þrýsting til að sprauta blóði 10 metra út í loftið.