Untitled

Jæja, kominn fimmtudagur og helvíti langt síðan mar bloggaði síðast… Er að fara til Svíþjóðar á mánudaginn næstakomandi og hlakka nokkuð til 😉 Einhver ‘félóferð’ þar sem allt verður borgað undir okkur nema um 15.000 krónur sem hver þarf að leggja til. Þetta verður vikuferð þannig að mar er byrjaður að spara þar sem peningar eru nú af skornum skammti eftir þetta blessaða sumar :/ Helgin nálgast svo þetta verður enn erfiðara. Á reyndar einhverjar 3 kippur eftir síðan á Þjóðaranum sem væri vel við hæfi að sötra eitthvað af á morgun eða hinn 😛 Ég og Sæbjörg förum svo upp á land á Sunnudaginn og hittum svo Hlynsa í rvk örugglega þar sem hann verður um helgina á ættarmóti á einhverjum bóndabænum 🙂 Svo verður haldið til Keflavíkur og flogið út á mánudagsmorgninum… TÍVOLÍ TÍVOLÍ… ;D

Já og svo er einhver restart vírus að tröllríða öllu hérna á netinu og allt að flippa… þannig að ég ákvað að drullast til að ná mér í firewall til að verja þessa ‘elsku’ og varð zonealarm fyrir valinu og hefur það bara reynst ágætlega… búinn að blokka 50 árásir á vélina mína og varla búinn að vera uppi í hálftíma.

Hildur Dögg kom heim í gær og við heilsuðum upp á hana í Skýlinu þar sem einhverjir fengu sér að éta og spjölluðum dágóða stund… Fröken “égfórekkertísólbað” var nærri óþekkjanleg þarna og áttum við erfitt með að sjá hana í dimmunni 😉 En Hlynsi “Born to be black” var nú samt brúnni en hún 😀 En velkomin heim Hildur mín og það var nú ágætt að þú komst heil heim úr þessu ‘sprengju-mania’ sem Benidorm hefur verið upp á síðkastið 😛

En hvað á mar að gera af sér um helgina? Bara chill og búa sig undir Sweden eða smá sötr… þar sem ekki vantar nú bjórinn 😛 Komiði með tillögur… gerum eitthvað sneddí þar sem sumarið fer nú bara alveg að klárast…

Skemmtileg staðreynd: 4 ára krakki spyr að meðaltali um 400 spurninga á dag.