Untitled

Þá er mar loksins kominn heim frá Svíþjóð (reyndar á mánudagskvöld…;) og kominn tími til að henda þessum líka fínu myndum sem voru teknar inn á netið. Ég get ekki sagt annað en að þessi ferð var hin fínasta skemmtun… þrátt fyrir þéttskipaða dagskrá fyrstu dagana tókst manni að skemmta sér og skoðuðum við mikið af skógum og timburverksmiðjum þar sem þetta er nú ein elsta atvinnugrein Svía auk þess að vera stór þáttur í efnahag þeirra. Við vorum frædd um allt í sambandi við trjárækt og var mikið grín gert af “skógunum” okkar hér á Íslandi… 🙂

Það tók okkur þónokkuð langan tíma að komast á leiðarenda þar sem við vorum ekki að fara að hitta krakka úr Stokkhólmi (ekki strax allavega)… heldur áttu þessir krakkar heima í Dala-Jårna sem er einhverjum 300km frá Stokkhólmi, þar sem við lentum. Flugið tók tæpa 3 tíma frá Keflavík til Arlanda og þar tók við bið upp á tæpa 5 tíma eftir lest sem átti að fara með okkur langleiðina til Dala-Jårna og svo skiptum við um lest sem tók okkur afganginn af leiðinni. Eftir þetta laaanga ferðalag tók fólkið á móti okkur á lestarstöðinni og fengum við kvöldkaffi í boði þeirra í félagsheimilinu Tandtrollet (tanntröllið held ég 🙂

Svo tók við þessi mjög svo þéttskipaða dagskrá Svíanna þar sem þeir fóru með okkur um allt, skoða skógana þeirra, ýmsar verksmiðjur, koparnámuna þeirra og margt margt fleira. Var ágætis afþreying oft á tímum en þau hefðu aðeins mátt chilla á þessum skógum sínum. Þótt það séu engir skógir á Íslandi þá saknar mar þess ekki alveg svona mikið að hafa ekki skóg 🙂 Eins er annað sem mig langar að koma að… maturinn í Svíþjóð er VIÐBJÓÐUR! Mig var farið að dreyma um soðinn fisk og kartöflur oft á tíðum. Brauðið þarna er ógeð, þvílíka sykurbragðið og Svíum er greinilega alveg sama þótt brauð sé vikugamalt… gosdrykkirnir frá þeim voru líka bara annaðhvort sykur og kolsýrt vatn eða kolsýrt djúsþykkni… vibbi! Sykuróð þjóð… Og pizzurnar þarna… þetta voru allt svona ömmupizzur, hér er dæmi um viðbjóð sem Hlynur pantaði sér… hahahha þvílíki viðbjóðurinn 😀

En já, þvílík snilldar ferð og ekkert nema snilldarfólk sem mar kynntist. Ég vil þakka ykkur öllum sem í þessari ferð voru fyrir frábæra samveru og geggjaða skemmtun… þið vitið hver þið eruð 😛 Myndirnar eru komnar á sinn stað, þ.e.a.s. Myndasekksjónið. Mig langar líka að benda á eitt sem ég rakst á í Svíþjóð, Íslandsbanki hefur greinilega hafið sölu á tóbaki í nágrannalöndunum til að drýgja aðeins tekjurnar og eru þeir óhræddir við að nota logoið sitt á sígarettupakkana eins og sjá má 😉

Svo bloggaði ég þegar ég kom til Svíþjóðar á mánudeginum í síðustu viku en það einhverra hluta vegna komst ekki inn en ég læt þann póst bara fljóta með núna… en lengra ætla ég ekki að hafa þetta… minni á að busavikar er í fullum gangi í FÍV og vonandi verður busaballið núna á föstudaginn því ég er búinn að vera í alltof langri djammpásu 😉

Þangað til næst…

Skemmtileg staðreynd: Í Hvíta Húsinu í Bandaríkjunum er leikhús, sundlaug, keilusalur, hlaupabraut og tennisvöllur.