Untitled

Þá er þessari rosalegu helgi að ljúka og enn styttist í Þjóðhátíð… 🙂 Heyrði Þjóðhátíðarlagið á föstudaginn og verð ég bara að segja að þetta er hið fínasta lag. Ég bjóst við lagi sem tæki mig að minnsta kosti 2 – 3 vikur að melta… en neinei, ég er bara alveg að fíla það… og ekki finnst mér það leiðinlegt 🙂 Flestir sem ég hef talað við eða heyrt tala um það finnst það of rólegt… Mér finnst það bara svona passlegt, ekki of rólegt. Lagið kom á dalurinn.is á föstudaginn og skelltu þeir strax inn líka gítargripunum við lagið, algjör snilld. Mér fannst þetta nú samt allt vera í klessu þarna þannig að ég tók mig til og setti gripin á rétta staði í laginu þar sem það er nú þægilegra að læra lagið þannig allavega 🙂 Þið gítarleikarar getið fengið það hér. (Hægri smella og Save target as)

Annars var alveg geðveikt í Skvísusundinu á föstudaginn… þvílíkt margir þarna niðurfrá, geðveik stemmning og veðrið eins og best verður á kosið. Verð reyndar að hryggja Hrefnu Dís og fleiri þar sem ég steingleymdi að taka með mér myndavélina (ég er að verða hræðilegur í þessu). Annars voru þeir félagar hjá odb-pics duglegir við að taka myndir þarna niðurfrá og mæli ég með heimsókn á síðuna þeirra ef þið viljið skoða djammþyrsta Eyjamenn, unga sem aldna, á sneplunum. 😉

Djammstjörnugjöf Einis:

Í gær var mar svo bara rólegur þar sem ég var fenginn til að vera í dyrunum á Pizza67 þetta kvöld. Það var eins og ég hélt… alveg hundleiðinlegt en vel þess virði þar sem veðrið var alveg glatað, rigning og rok og ég fékk góðan pening fyrir þetta 😉 Byrjaði kl 10 og var til tæplega 6 um morguninn og var þá farið að fækka allverulega í bænum, fólk búið að rigna niður og aldrei hef ég séð svona margt gamalt fólk alveg bliiiind… nema ég hafi bara alltaf verið það fullur að taka ekki eftir því 🙂 Allavega hef ég líka komist að því að það að vera dyravörður er bara pain og ég ætla mér aldrei að vera leiðinlegur við dyraverði aftur… nema kannski einn ónefndann sem vinnur uppí Höll 😉

En jæja… 25 dagar í Þjóðhátíð og ég er farinn að iða… best að finna sér eitthvað að gera svo tíminn líði! 😉

Skemmtileg staðreynd: Birgir Þór (bixie) er enn alveg bliiindfullur (Skál Biggi minn 😉