Untitled

Jæja, enn ein helgin komin og kominn tími til að ákveða hvað gert verður í kvöld. Það er náttlega Sumarstúlkukeppnin ásamt Herra Vestmannaeyjar (Sumarstrákurinn 😉 í kvöld uppí Höll þar sem Stefán Björn mun keppa um annaðhvort, man ekki hvort…. HEHE segi svona. En ég kemst ekki þangað þar sem ég lofaði pabba að vinna fyrir hann útaf því að það keppa 2 stelpur sem vinna hjá honum í Sumarstúlkunni og hinar ætla að fara og horfa á. Þannig að ég verð í vinnu til rúmlega 12 örugglega en þá líka skellir mar sér út á djammið þar sem Bixie kall ætlar að halda uppá afmælið sitt (22 ára kallinn!) og læti. Svo er spurning hvort mar fari ekki bara á Lundann eða eitthvað eftir það nema það haldist stemmari þar bara, því ekki fer mar í Höllina á DJ Gullfoss & Geysi… allavega á það bara allt eftir að koma í ljós.

Svo er farið að styttast allverulega í Þjóðhátíðina… kann Þjóðhátíðarlagið orðið utanaf næstum því 😛 19 dagar í þetta blessaða stanslausa 5 daga djamm… og enn styttra í afmælið hans Árna Óla sem verður haldið föstudaginn 18. júlí þar sem slegið verður upp tjaldveislu útí sveit og ég verð að segja eins og er… mig hlakkar heeeví til 😉 Held það séu bara eiginlega allir að fara héðan úr Eyjum og það er heví góð stemmning fyrir þessu öllu saman =) Ég finn á mér að þetta verður algjör snilld, enda er Árni ekki þekktur fyrir neitt annað. Tjöld, sveit, gítar og bjór… já og gott veður… hvað er betra? 🙂

Jæja, best að koma sér í vinnu svo þessar stelpur geti farið á Sumarstúlkukeppnina 🙂 Ég ætla að taka svona wild guess um hver vinnur í hvorri keppni:

Sumarstúlkan: Eygló Egils

Hr. Vestmannaeyjar: Stefán Björn

Annars bara gangi ykkur öllum vel og sjáumst á djamminu í kvöld 😛

Skemmtileg staðreynd: Árið 1992 var gatið á ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu stærra en flatarmál Norður-Ameríku.