Untitled

Helgin á enda og enn ein vinnuvikan tekin við. Úrslitin úr Sumarstúlkunni og Herra Vestmannaeyjar urðu ekki eins og ég spáði, enda hef ég aldrei verið neinn spámaður í nokkru… af hverju ætti það að fara að breytast núna? 😀

Úrslitin urðu:

Sumarstúlka Vestmannaeyja: Sædís Eva

Ljósmyndastúlkan: Sædís Eva

Sportstúlkan: Eygló Egils.

Vinsælust: Eygló Egils.

Herra Vestmannaeyjar: Stefán Atli

Sportstrákurinn: Benni

Ljósmyndastrákurinn:Benni

Þannig fór nú það og óska ég ykkur öllum til hamingju með þetta… verst að hafa ekki komist á þessa keppni því ég hef heyrt að þetta hafi verið helvíti skemmtilegt. Ég sendi Sigga bró með myndavélina uppí Höll til að taka myndir fyrir mig og tók hann alveg rúmlega 100 myndir, bara helvíti gott fannst mér en svo fór ég að skoða þetta… þá var meira en helmingurinn ónýtar myndir… þ.e.a.s. hristar og varla hægt að sjá hvað var á þeim… ég sigtaði út bestu myndirnar og henti þeim inní myndasekksjónið.

Þegar ég var búinn í vinnu á laugardeginum, um klukkan hálf eitt, fór ég í afmælið til Bixie sem hann hélt niðrí æfingarhúsnæði sem hljómsveitin hans er í. Fínasta partý til að byrja með en svo fór bara eitthvað lið að mæta þarna og allir reykjandi og þvílíki mökkurinn sem myndaðist… ég var eftir það mestallan tímann fyrir utan á spjallinu við fólkið sem þar var… endaði með að mar skellti sér á Lundann í fínustu stemmningu sem þar var og var svo kominn heim um 6 leitið… fínasta djamm en hefði þó mátt vera meiri stemmning í ammlinu… kannski kom ég bara of seint 😛

Djammstjörnugjöf Einis:

Nú bíður mar bara eftir næstu helgi þar sem farið verður í útilegu einhversstaðar útí sveit þar sem haldið verður upp á afmælið hans Árna Óla… ég VEIT að þetta verður ekkert nema snilld og verður þetta fíííínasta upphitun fyrir Þjóðhátíð… Gítar, bjór og grill útí sveit… get ekki beðið 😉 2 dagar eftir í vinnu og svo bara Herjólfurinn uppá land…

Skemmtileg staðreynd: Meðalmaður framleiðir tæplega 2700 lítra af munnvatni yfir ævina.