Untitled

Jæææææja…! Er kominn tími á blogg eða hvað!? Já… ég s.s. fór héðan frá Vestmannaeyjum síðastliðinn föstudag með fyrri ferð Herjólfs ásamt fríðu föruneyti þar sem haldið var áleiðis upp á land í afmæli til Árna Óla sem átti að halda sem útilegu úti í einhverri sveit 😉 algjör snilld. Eftir tæpa 3 tíma í Jólfinum í geggjuðu veðri var haldið til Reykjavíkur þar sem við svo ákváðum að hittast á Stjörnutorginu í Kringlunni til að nærast. Svo um klukkan 3 var ákveðið að hittast heima hjá Árna og fara að leggja í’ann. Þarna voru samankomnir rúmlega 10 manns sem ætluðu að fara strax, en svo ætluðu fleiri að koma seinna um kvöldið… Þar sem Árni Óli hafði ekki hugmynd um hvar við ættum að tjalda hófst því leit að hinum fullkomna stað til að tjalda á en hann átti að vera einhversstaðar milli Mosó og Þingvalla. Það gekk ekki betur en svo að við vorum komin hálfa leið til Selfoss þegar við loksins fundum stað til að tjalda á… (segi það kannski ekki en næstum því 😉 En það skipti kannski ekki máli þar sem staðurinn sem við fundum var algjör snilld. Við komum okkur fyrir þar og byrjuðum að grilla ofan í mannskapinn… svo fór hægt og sígandi að myndast stemmning þarna og menn fóru að opna sér bjór.. (ég kannski aðeins of snemma… HEHE)

Svo fór að líða á kvöldið og fleiri fóru að týnast í afmælið… gítarinn var tekinn upp og menn voru velflestir í gúddí fíling… Ég gerði reyndar enn og aftur þá vitleysu þegar ég hélt að ég væri ekkert að verða fullur eftir að hafa drukkið 8 bjóra og eitthvað rauðvín… þá byrjaði minn bara að sulla í sig allskyns drasli og ég steindrapst um 2 leitið… algjör lúði 😛 En ég frétti að mikið stuð hefði verið alla nóttina og hefðu Hildur Dögg & Bixie klifið fjallið sem þarna var við hliðina… ég kalla það nú bara gott að þau hafi nennti því 😛

Svo var bara lagt af stað heim uppúr hádegi daginn eftir en þar sem þetta GEGGJAÐA veður kom urðum við að stoppa aðeins á Þingvöllum og spóka okkur í sólskininu 🙂 Fórum í frisbí og sleiktum sólina í um klukkutíma þangað til var ákveðið að fara í bæinn í sund. Eftir það byrjaði þynnkan að segja til sín og voru flestir ekki að nenna neinu… dóum fyrir utan heima hjá Árna Óla í sólinni. Svo komst loksins fílingurinn aftur í okkur og skoluðum ég og Árni niður fyrsta bjórnum þann dag um 9 leitið 🙂 Fórum á American Style og svo þaðan í Nauthólmsvíkina með gítar og var sungið þar og haldið uppi stemmningu eitthvað frameftir kvöldi. Svo var það bærinn sem kallaði og fórum þá ég, Hlynur, Bixie, Árni Óli og Brói á pöbbarölt sem stóð til rétt tæplega 6 um morguninn, en þar tókst mér einmitt svo skemmtilega að koma með lag sem gítar-róninn á Boomkicker kunni ekki… og fékk ég vænt klapp fyrir það… HEHE 😉 svo endaði röltið á Devitos þar sem svangir djammarar fengu sér að éta og fóru svo heim að sofa… Svo kl. 10 daginn eftir vaknaði mar og gerði sig kláran í Herjólf… úff, hélt ég myndi aldrei meika það… en sem betur fer meikaði mar það 😛

En já… þetta er eitt skemmtilegasta djamm sem ég hef átt uppi á landi… reyndar eru þau nú ekki mörg en þetta er alveg pottþétt það besta… Vil bara óska Árna félaga enn og aftur til hamingju með afmælið og takk fyrir þessa frábæru veislu 😉 Einnig vil ég þakka öllum þeim sem mættu í veisluna fyrir frábært djamm og enn og aftur púa á þá sem ekki mættu… þið vitið ekki hverju þið misstuð af 😉

Djammstjörnugjöf Einis:

Svo er það bara Þjóðarinn eftir rúma viku… sjitturinn. Þórhallur bróðir er búinn að tilkynna komu sína loksins… og er hann að ljúka við að gera gítarbók í tjaldið sem við verðum með í dalnum as we speak 😉 Djöfull er mig farið að hlakka til… verð reyndar að vinna fyrir pabba í sjoppunni yfir Þjóðhátíðina en mar bara lifir á Alka Seltzer og Þynnkubananum, glætan að ég sleppi Þjóðhátíðinni.. 😉

Jæja… fer að nálgast Norðurlandametið í blogglengd og ætla því að kalla þetta gott… blogga þegar ég hef næst eitthvað að segja 😉

Later…

Skemmtileg staðreynd: Það kostar um það bil 3 cent að gera 1 dollara seðil.