Untitled

Kominn mánudagur og Þjóðarinn á næsta leiti… ég er orðinn soldið hræddur um veðrið sem verður hérna á þjóðhátíðinni þar sem í dag er blankalogn og skííííínandi sól… mig langar að fara að fá rigninguna og rokið sem fyrst sem er búið að spá fyrir þessa viku svo það geti nú stytt upp korter fyrir þjóðhátíð =)

En já, þjóðhátíðarfílingurinn alvarlega farinn að segja til sín. Mar fékk sér öl á föstudaginn og svo byrjuðum við að lana aðeins heima hjá Steebman í gær og var aðeins hitað upp fyrir þjóðhátíðina þar sem voru opnaðir nokkrir kaldir og hlustað á tónlist.

Í dag vorum við að raka gras eins og alla síðastliðna viku inní dal og fer allt að verða tilbúið þar. Þemað í ár er einhverskonar barnaefnisthingie og eru myndirnar á sjoppunum af Teletubbies, Powerpuff girls og Hulkinum, svo fáar séu nefndar… mér lýst helvíti vel á þetta verð ég að segja… skárra en í fyrra allavega. Einnig eru gaurarnir að gera við allt ljósadraslið sem gjörsamlega hrundi í storminum í fyrra… held að það sé einnig alveg að takast 😛 Þannig að nú þarf bara rigningin að fara að drullast til að láta sjá sig svo við fáum nú gott veður á þjóðhátíðinni… Fyrir þá sem vilja þá er að finna á dalurinn.is myndir úr dalnum þar sem þetta fer allt saman að verða tilbúið…

Skemmtileg staðreynd: Bandaríkjamenn hafa lagt nógu mikið af götum til að fara 150 hringi í kringum jörðina.