Untitled

Þá er þessari snilldar sjómannadagshelgi lokið og er stutt frá því að segja að SSSól voru brill. Byrjaði laugardaginn heima bara og þetta leit út fyrir að ætla að verða frekar súrt… allavega fyrri hluti kvöldsins. Ég, Sæbjörg og Hlynsi vorum bara að chilla @ my room og allt orðið fullt heima hjá Bixie og við fréttum að Gísli væri hættur við að bjóða fólki heim til sín. Svo hringdi kappinn nú í mig og sagði mér að þetta væri allt saman bull og bauð okkur 3 heim til sín… með þessu eina símtali bjargaði hann djamminu held ég því við vorum alveg að detta úr gír. Ég var búinn að skrifa djammdisk sem við tókum með til Gísla og vakti hann mikla lukku enda lagavalið með tilliti til kvöldsins, SSSól og fleiri snilldar djammlög 😉 Svo ákváðum við (ég, Hlynsi og Steebman) að molda okkur í Höllina snemma því við vissum að það yrði allt troðið þar sem sjómenn höfðu verið í mat fyrr um kvöldið. Grjóni var svo góður að skutla okkur á geðveika jeppanum sem afi hans á og var einnig svo góður að redda mér og Stebba miðum frá mömmu sinni og pabba þannig að Grjóni: þú ert guð 😉

Þegar við komum á ballið var það eins og við héldum, alveg TROÐIÐ út úr dyrum enda var mér sagt að það hefðu verið um 1000 manns á þessu balli. Hitti Magna, Hildi, Ella og Höllu þegar við komum uppí Höll og fórum við beint á dansgólfið… enda SSSól – Mér finnst rigningin góð í gangi 😛 Snilldar ball í alla staði og stór plús við þetta ball var að María Sif nokkur var EKKI í dyrunum og varð það til þess að það var vertíð hjá “undiraldri” fólkinu að komast inn… og ég held bara að flestir ef ekki allir hafi komist inn 😉

Djammstjörnugjöf Einis:

Í gær skelltum við okkur svo í fótbolta fyrir ofan íþróttamiðstöðina og var það alveg ágætis bolti nema hvað ég verð að fara láta kíkja á helvítis löppina á mér… er alltaf eins og gömul kerling þarna á vellinum… var reyndar líka í spelku í gær HEHE. En já, svo í gærkvöldi fékk ég bílinn hans Sigga bró lánaðan til að skutla Sæbjörgu heim úr vinnu og svo vorum við á leiðinni heim til mín að horfa á spólu þegar bíllinn allt í einu bara klossbremsar og slædar niður hálfa Brimhólabrautsbrekkuna og munaði svona 2 metrum að ég hefði slædað á kyrrstæðan bíl! Ég alveg… “Sæbjörg tókstu í handbremsuna” Hún lömuð úr hræðslu alveg “Nei…” ég leit á handbremsuna og hún var komin upp. Ég skildi hvorki upp né niður í neinu, tók bílinn úr handbremsu og keyrði á svona 2km/klst heim. Eftir stutta stund kviknaði svo ABS ljósið í mælaborðinu og er þá væntanlega eitthvað að bremsubúnaðinum. Eitt er víst að ég keyri þennan bíl ekki aftur fyrr en eftir að búið er að henda honum á verkstæði…

En já, ég ætla að kalla þetta gott… var að koma úr þreki og ætla að fara að éta hest.

Skemmtileg staðreynd: Konur hafa fleiri bragðlauka en karlar.