Untitled

Jæja… Jónsmessuballið búið og kominn tími til að gera upp gærkvöldið. Ég byrjaði á að fara í ríki? og versla þar fyrir tæplega 20þúsund krónur. Fór með allt áfengið heim til Sæbjargar þar sem hafði verið ákveðið að djúsa fyrir ballið… síðan var farið til Bixie’s að hita upp og var sötrað nokkra bjóra þar, svona á meðan Sæbjörg var í vinnu. Svo seinna um kvöldið ákváðum við að fara til Sæbjargar þar sem fólkið var farið að mæta og hún búin í vinnu. Þegar þangað var komið mættu svo Siggi Ari og Frikki bróðir hans og var þá komið vænasta tríó á gítarana sem þar voru. Var því ákveðið að slökkva á músíkinni og leyfa okkur spreyta okkur á strengjunum. Úr þessu varð bara eitt mesta snilldarpartý sem ég hef lent í alveg heeeeeillengi. Fólkið var í þvílíkum djammfíling og tóku allir undir og sungu og jafnvel dönsuðu þangað til ákveðið var að tími væri kominn fyrir ballið. Fór á ballið og hitti fuuuullt af fólki og var greinilegt að margir Eyjaskeggjar höfðu ákveðið að fá sér í glas þetta kvöld. Skemmti mér samt aldrei jafn vel og heima hjá Sæbjörgu og því spurning hvort mar hefði bara ekki átt að vera þar… en það er alltaf hægt að spá í svona löguðu eftir á 🙂 Fínasta kvöld og geggjað partý. Magni laug í hljómsveitina að hann ætti afmæli í dag og var því lagið Afmæli með Á móti Sól tileinkað honum þetta kvöld… snillingur 🙂 En já… fínt djamm og vonandi verða þau fleiri svona í sumar…

Djammstjörnugjöf Einis:

Myndirnar eru komnar inn og eru þær eins og vanalega í myndasekksjóninu. Einnig vil ég benda á síðuna hans Sæþórs Jó www.slinger.tk en hann er að koma sterkur inn í bæði blogginu og einnig er hann byrjaður að taka myndir af djamminu og fleiru og eru einmitt myndir þar frá Jónsmessugleðinni, mun fleiri myndir af ballinu en ég tók… kannski er það vísbending um ástandið sem mar var í 😉 En já, endilega kíkið á síðuna hans.

Ætla að kalla þetta gott og fara og finna einhverja spólu til að molna yfir í kvöld. Ekki búinn að vera í sem bestu ásigkomulagi í dag og kenni ég gærkveldinu um… (duh 😉

Enjoy the pics 😛

Skemmtileg staðreynd: Konur sem lesa rómantískar sögur eiga 74% oftar mök við kærasta/eiginmenn sína en þær sem lesa þær ekki. (hinthint! 😉