Untitled

Hmmm… ekki búinn að blogga í viku og ákvað því að moldast til að drífa af nýjan hluta á síðunni sem ég hef verið með í vinnslu í nokkurn tíma. Það er Fólkið, en þar hef ég smá upplýsingar um allt það æðislega fólk sem ég kalla vini mína og kunningja 😉 Ég er viss um að ég hef gleymt einhverjum þrátt fyrir að hafa farið vandlega yfir listann 😛 Ef þú telur þig eiga heima á þessum lista þá er bara að láta mig vita 😉

Annars fékk mar sér eins og í aðra tánna í gærkvöldi þar sem Elena systir var nú að halda útskriftarpartý með Helgu vinkonu sinni en þær voru að útskrifast úr Kennaraháskóla Íslands og voru náttlega fríar veigar í boði kennaranna (bara ef allir kennarar væru svona ;). En já, endaði á Lundanum með Sigga Bró og hitti þar eitthvað fullt af liði, Steebman, Ástu Siggu, Ólöfu, Gugga og Magna svo fáir séu nefndir… en mér tókst að verða alveg blind og man ekki eftir að hafa talað við helminginn af þessu liði HEHE 😛 Nei ég segi svona… Helvíti gaman á Lundanum og var ég kominn heim um 6 leitið og lentum við næstum í slag á leiðinni heim, ég, Siggi, Guggi og Magni en þá voru einhverjir blessaðir fararstjórar á Shellmótinu að rífa kjaft 🙂 Hefði alveg verið til í að sjá Magna og Gugga dangla aðeins í þá… HEHE =)

Allavega… ætla að kalla þetta gott og fara að koma mér í háttinn… vinna í fyrramálið.

Skemmtileg staðreynd: Thomas Alva Edison, sá sem fann upp ljósaperuna, var myrkfælinn.