Untitled

Ég held ég sé barasta að deyja úr leti þar sem það er farið að líða allt of langt á milli blogga hjá mér núna. Hef ekki bloggað síðan á þriðjudaginn í síðustu viku en síðan þá hefur nú ýmislegt drifið á mína daga. Fór á uppistandið með Þorsteini Guðmundssyni í Ásgarði á miðvikudaginn og var það bara hin fínasta skemmtun fyrir utan að hann var með sumt af efninu sem hann kom með í fyrra… svo var haldið heim til Magna þar sem var haldið áfram að sötra. Þar var fínasta stemmning og var svo ákeðið að fara upp í Höll en þar var frítt inn og var því tilvalið að skella sér þangað, Hippabandið að spila og læti 😀 En þegar þangað var komið var það aðal dyravörðurinn á Eyjunni sem gjörsamlega elskar að vera bi*** sem ákvað að halda því áfram þetta kvöld og henti Sæbjörgu út eða reyndar var næstum búið að gera löggumál úr þessu en það varð sem betur fer ekki. Þakka ég Maríu fyrir þetta… sönn frænka.

Svo var meira að ske á Laugardaginn en þá voru engir aðrir en Skítamórall í Höllinni. Byrjaði að djúsa heima hjá Bixie með honumo g Sigga Ara. Svo fórum við heim til systur hans Sigga þar sem hann þurfti að passa í einhvern klukkutíma. Eftir það lá leiðin heim til Sigga Ara þar sem Björn bættist í hópinn og spjölluðum við um slagsmál og fleiri skemmtilegt þangað til við ákváðum að fara á ballið. Siggi algjör greifi og splæsti í leigubíl handa okkur… 😉 Svo þegar við komum í höllina fór þessi eplasnafs frá Bixie að segja til sín og ég varð alveg mold… man svona part og part úr ballinu og fékk bara að heyra það í gær frá peyjunum að það hafi verið opið upp… og að ég hafi verið heillengi þar… HEHE. Svo las ég á síðunni hennar Andreu að ég hefði víst eitthvað dansað við hana… rámar eitthvað í það 😛

En allavega… prófin að fara að byrja hjá manni svo ég býst ekki við að uppfæra hér mikið á næstunni… svosem ekki mikil breyting 😉

En ég ætla að kalla þetta gott og fara að éta.

Skemmtileg staðreynd: Hjartað í kvenfólki slær hraðar en hjartað í karlmönnum.