Untitled

Jæja, langaði bara að segja ykkur að Einar Hlöðver var svo góður að láta mig fá myndirnar sem hann tók í xD óvissuferðinni sem haldin var 25. apríl síðastliðinn. Tók hann heilar 239 myndir og kalla ég það nú bara andskoti gott! 🙂 En allavega, þær eru komnar í myndasekksjónið og vil ég benda ykkur á að það eru 2 síður með thumbnailum vegna þess að þetta eru svo margar myndir, flettið neðst á yfirlitssíðunum. Hann á svo eftir að koma til mín myndum úr dimmiteringunni hjá verðandi stúdentum… Einar er bara kominn í fulla vinnu á einir.com ;D

Spurning hvort mar eigi að gera hver var úr þessu, sýndist ég reyndar sjá margar skemmtilegar myndir sem væri fyndið að gera um 🙂 Geri það þá þegar ég verð í stuði…

Jæja, kominn tími til að slútta þessu… bari gangi ykkur öllum vel í prófum sem eruð í þeim… bæjó 😛

Skemmtileg staðreynd: Gloucestershire flugvöllurinn á Englandi blastaði lögin hennar Tinu Turner til að fæla fugla af flugbrautunum.