Untitled

Kominn tími til að blogga kannski en það er margt búið að ske síðan síðast en þeim félögum Bixie og Sigga Ara datt sú snilld í hug að halda upp á afmælið mitt heima hjá Sigga síðastliðinn föstudag, og voru svo örlátir að bjóða mér ;D Bixie bakaði köku og mar fékk bara dejavu síðan úr 10 ára afmælinu sínu 😉 Geggjuð kaka með bláu og grænu kremi og allskonar fígúrum ofan á… þar á meðal Aron.com sem pósaði á einum enda kökunnar. Það var fámennt en góðmennt og ég tók nokkrar myndir, milli 30 og 40 minnir mig en þær koma inn með hinum sem ætti að fara að ske fljótlega þar sem Sindri félagi ætlar að vera svo góður að redda mér plássi fyrir myndirnar 😉

Svo í gær ætlaði allt liðið í fótbolta en ég var búinn að ákveða að vera ekki með og leyfa frekar löppinni aðeins að lagast þar sem ég er enn í meiðslunum síðan ég missteig mig heima hjá Magna fyrir ári eða svo… HEH 😛 En já, ég sat bara heima í tölvunni þegar Hlynur, Steebman og Aron.com bönkuðu uppá með þennan líka HNULLA pakka sem þeir sögðu að væri síðbúin afmælisgjöf… ég bara ok. Tók við pakkanum sem var heví þungur og VEL teipaður í bak og fyrir. Tókst einhvernveginn með hjálp butcher hnífs að komast í gegnum teipið en inní stóra kassanum voru 4 VEL teipaðir skókassar… tók fyrst sem var frekar létt að opna og í honum var mold og einhver gróður, svo sá ég einn járnsmið þar líka. Í öðrum kassanum var hálf Egils Mix flaska og risa Lion bar, en þeir urðu víst svo þyrstir við að teipa þetta allt saman að þeir fengu sér úr Mix flöskunni… HEHE. í þriðja kassanum sem var örugglega svona 50 kíló sögðu þeir mér að væru skipakeðjur og eitthvað annað járnrusl, en mér datt í hug að hann væri fullur af steinum og neitaði að opna hann :). Í síðasta kassanum var svo… hmmm…. feikaðar myndir (vona ég HEHE) af mér að hommast útí bæ. Ætla ekki að lýsa þessum myndum nánar en þetta var ógeð! 😛 Svo þegar ég var búinn að opna þetta allt komu þeir með aðra gjöf sem var víst alvöru gjöfin og voru það þessir líka fííííííínu takkaskór! Var ekki alveg viss hvort þeir væru að meina þetta eða hvort þetta væri eitthvað djók… heví flottir takkaskór og þeir líka bara smellpössuðu 😀 Vill þakka þeim félögum enn og aftur fyrir þessa geggjuðu gjöf og fór ég náttlega beint í fótbolta með þeim í gær og er löppin eftir því… 😛 En það skiptir ekki máli þar sem ég fékk nýja takkaskó ;)))

En jæja… það er geggjað veður úti svo ég ætla að kalla þetta gott í dag og skella mér út í sólskinið. Chiao.

Skemmtileg staðreynd: Lengsti hiksti sem vitað er um átti svínabóndi í Bandaríkjunum, en hann hikstaði stanslaust frá árinu 1922 til ársins 1987.