Untitled

Í gær var mar dreginn á fyllerí af fyrrum nágranna mínum og uppáhaldsfrænku henni Arndísi og endaði þetta bara sem hið fínasta kvöld. Byrjaði á að grandskoða fataskápinn og finna buxur sem ég hafði bara gleymt og voru þær bara í KRUMPI lengst inní skáp. Eyddi svo heillöngum tíma í að strauja þessar blessuðu buxur og drattaðist svo heim til Bixie. Þar sötruðum við 2 í nokkra stund eða þangað til Siggi Ari, Magni & Hildur Dögg komu. Þar var bara spjallað og hitað upp en svo átti að halda á Lundann. Seinna komu svo Stebbi og Sæbjörg.

Á Lundanum hittum við Arndísi, Söru, Ástu Siggu, Ólöfu og fleiri sem voru einnig að djamma og var Margrét Grétars að DJ’ast… bara fínasta tónlist og var mikið dansað 😉 Bixie var að meikaða í kvennmönnunum þar eins og vanalega (cheers bix;) og var þetta bara helvíti skemmtilegt kvöld. Verst hvað ég er búinn að vera ógeeeeeeeeeeeeeeðslega þunnur í allan helvítis dag. Mar þarf að fara að minnka þessa blessuðu drykkja 😛

Annars er það bara fótbolti á eftir þar sem Magni er búinn að fá mann í það þrátt fyrir þynnkuna. Held ég sé líka þunnur af því ég er bara búinn að vera inní herbergi í allan dag… ekkert sniðugt… Well… svo er það bara sjómannadagshelgin að koma og SSSól verður í Höllinni… ohhhh… ég get samt ekki hugsað um djamm núna. Jæja, best að drífa sig í boltann…

Skemmtileg staðreynd: Albert Einstein var boðið að verða forseti Ísraels árið 1952 en hann neitaði.