Untitled

Þvílíka snilldin í gær á Botnleðju… þessir gaurar eru bara ekkert nema snillingar. Kvöldið byrjaði á því að Brutal hitaði upp fyrir leðjuna og spiluðu í um hálftíma. Svo var röðin komin að Made in China og tóku þeir eitthvað svipað. Þegar Leðjan svo steig á svið trylltist salurinn og ég held btw að ég hafi aldrei séð jafn marga á Prófastinum 🙂 Ég mætti með myndavélina og ætlaði að taka myndir en náði því engann veginn þar sem ég komst ekki neitt sökum margmennis. Þeir spiluðu svo afganginn af þessu giggi og tóku meðal annars snilldarlagið Eurovisa og frumfluttu lagið Frjáls, sem var bara helvíti gott lag. Ég vil þakka Samfylkingunni fyrir að standa fyrir þessu giggi… algjör snilld.

Annars var ég að horfa á leikinn áðan Real Madrid – Manchester United og tóku Real menn þá nokkurn veginn í nefið. Leikurinn var algjör einstefna í fyrri hálfleik og í hálfleik var staðan 2 – 0 fyrir Real. Ferguson hefur svo eitthvað messað yfir sínum mönnum í hlénu og komu þeir mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik. Real komust nú samt í 3 – 0 en Man Utd minnkuðu muninn í 3 – 1 og endaði leikurinn þannig. Fínasti leikur og verður gaman að sjá hvort Man Utd tekst að vinna Real 2 – 0 á heimavelli 🙂

Svo er mar bara búinn að hanga í CM4 að gera góða hluti með Liverpool liðið. Lenti reyndar í því að ALLT byrjunarliðið var frá útaf þeir voru að spila með landsliðunum sínum og átti ég akkúrat leik í helvítis meistarakeppninni! Hvað í helvítinu er það!? 😀

Well… smá cm fyrir svefninn og svo skóli.

Skemmtileg staðreynd: Bernard Clemmens, íbúi í London náði þeim merka áfanga að prumpa stanslaust í 2 mínútur og 42 sekúndur og mun það vera heimsmet.