Untitled

Mar er ekki fyrr kominn af einu djammi í þessu blessaða páskafríi þegar það næsta tekur við. Fékk mér í glas með Hlynsa og Aron.com og við byrjuðum hérna hjá mér og hlustuðum á fína tónlist og tókum nokkur valinkunn lög á gítar og sungum með… þar á meðal Jólastelpa og Snjókorn falla 😉 Vorum komnir í fínasta fíling þegar við ákváðum að skella okkur til Bixie, og var stoppað þar í nokkurn tíma og tekið nokkur lög á gítarinn í viðbót 😉 Svo var að lokum haldið í partý til Sæbjargar sem var bara hin fínasta skemmtun… þær höfðu keypt sér tequila flösku saman og er langt síðan ég hef séð Maríu, Hildi og Birnu svona drukknar 😉 En það var bara gaman að því. Fórum í fótbolta fyrir utan og er skemmst frá því að segja að ég, Wixi og Hlynsi tókum stelpurnar í nefið. Svo fór mar heim seint og síðar meir… 😛

Í kvöld verður svo hið magnaða xD djamm en ef það verður eitthvað í líkindum við óvissuferðina sem var farin í fyrra á þeirra vegum verður þetta algjör snilld. Ég, Aron, Hlynsi, Bixie og Siggi Ari ætlum að skella okkur í þessa óvissuferð en mæting er niðrá kosningaskrifstofu ungra sjálfstæðismanna klukkan 9 í kvöld. Ég býst við snilldardjammi og ég hreinlega veit að þetta verður snilld 😀 18 ára aldurstakmark er í þessa ferð og er miðað við árið. Einnig á að mæta í einhverri ljósri flík sem má skemma… hvað ætli verði gert? 🙂

Annars er ég bara að spá í að kalla þetta gott og fara að gera mig kláran fyrir massaóvissuferð 😉

Skemmtileg staðreynd: Á hverri sekúndu eru seldar tvær Barbie dúkkur einhversstaðar í heiminum.