Untitled

Þar sem ég hef þjáðst af miklu minnisleysi, máttleysi og skertri einbeitingu upp á síðkastið fór ég að grennslast fyrir um hvort ekki væri einhverjar skýringar að finna á þessu rusli öllu saman á þessu blessaða interneti, þar sem allt á að vera hægt að finna. Jújú, voru það ekki félagar mínir á baggalútur.is sem svöruðu mér. Þeir settu nú upp fyrir stuttu miðlægan gagnagrunn þar sem saman eru komnar læknaskýrslur allra Íslendinga. Ég stimplaði inn mína kennitölu og tada… ég komst m.a. að þessu:

Blöðrubólga – 99% líkur (erfist frá afabróður)

Einkenni:


Máttleysi, útferð, ofvöxtur í hálskirlum.

Forvarnir:

Skiptu reglulega um alla líkamsvessa, helst við einhvern í sama blóðflokki.

Holdsveiki – 80% líkur (erfist frá fræga fólkinu)

Einkenni:


Grátköst, hlustarverkir, ljósfælni. Minnisleysi.

Forvarnir:

Lærðu sænsku.

Tóbaksfíkn – 21% líkur (erfist frá vinnufélaga)

Einkenni:


Kynfærakláði, skyggnigáfa, ósjálfráðir andlitskippir. Skert einbeiting.

Forvarnir:

Leggðu þig a.m.k. átta sinnum á dag og hvíldu þig vel þess á milli.

Þannig að nú er ég byrjaður á fullu í sænskunni og sef orðið eins mikið og ég get auk þess sem ég er að leita að einhverjum/einhverri í blóðflokknum AB- til að skiptast á líkamsvessum við…

Annars er þetta búin að vera frekar róleg helgi. Tók spólu í gær, xXx (triple x… ekki einhvern klammara 😉 þar sem Sæbjörg var ekki búin að sjá hana og sofnaði ég yfir henni, ekki það að hún sé léleg heldur var ég að fara að fyrirmælum Baggalúts 😉

Svo í kvöld var ég bara að lana með Sigga bróður í Commandos2 sem er snilldarleikur. Svo er ég búinn að vera í Battlefield1942 hjá honum og þetta er einn rosalegasti leikur sem ég hef spilað, það er meira að segja skemmtilegt að spila hann með bottum. Ég ætla að fá mér nýja tölvu um leið og ég fer að vinna! 😀

Skemmtileg staðreynd: Ópíum var notað sem verkjalyf af sjúkraliðum í Borgarastríði Bandaríkjanna. Því voru yfir 100.000 hermenn orðnir háðir ópíumi að stríðinu loknu.