Untitled

Áðan áttust við stórveldin tvö Liverpool og Manchester United í Deildarbikarnum á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff. Biggi félagi vakti mig um 2 leitið og sagði mér að hunskast á lappir þar sem leikurinn var að byrja… ég drattaðist heim, þvoði mér í framan og skellti í mig einni pulsu. Þá var Biggi kominn og við fórum á Mánann þar sem við horfðum á leikinn. Leikurinn byrjaði frekar rólega… lítið var um hættuleg færi en Man Utd var nú samt nærri búið að skora þegar Nistelroy potaði boltanum rétt framhjá. Svo þegar allt leit út fyrir að það yrði markalaust í hálfleik tóku mínir menn sig til og náðu hraðaupphlaupi sem endaði með því að Gerrard bombaði boltanum í netið af löngu færi og þannig var staðan í hálfleik.

Svo í seinni hálfleik mættu Manchester menn fílefldir til leiks og greinilegt að Ferguson var búinn að messa aðeins yfir þeim. Þeir áttu hvert færið á fætur öðru og hreinlega yfirspiluðu mína menn á tímabili, en Dudek sá nú alltaf við þeim í markinu og var hann án efa maður leiksins… þvílíku snilldar taktarnir í markinu og greinilegt að hann er búinn að sanna sig síðan hann var tekinn úr markinu fyrir klúðrið einmitt í síðustu viðureign liðanna, þar sem Man Utd vann 2 – 1 (ef ég man rétt :). Liverpool náði svo að komast inn í leikinn um miðjan seinni hálfleik og eftir enn eitt hraðaupphlaupið kom Gerrard með snilldar sendingu á Owen sem kláraði færið af stökustu snilld og endaði leikurinn 2 – 0 fyrir Liverpool. Yeah 😀

En já… þá er það bara þetta venjulega sunnudagsdrasl. Ekkert að gera og maður hangi bara í tölvunni þangað til maður hundskast inn í búð, finnur sér einhverja mynd og fer með heim til Sæbjargar að horfa á, en þessa rútínu hefur maður ósjaldan stundað síðustu vikur ef ekki mánuði… orðið þreytt en lítið annað að gera hér. Nú bíður mar bara eftir að skólinn klárist og mar fari að vinna til að eiga einhverja peninga og kaupa sér tölvu! En það verður að bíða betri tíma….

Já… og svo henti ég Stebbanum inn þar sem hann er nú byrjaður að bloggast og svo Zindra zæta… endilega kíkið á þeirra pælingar.

Skemmtileg staðreynd: John Lennon skírði hljómsveitina sína The Beatles eftir engisprettum hins fræga Buddy Holly.