Untitled

Svolítill tími síðan mar bloggaði síðast, var á vöktum um helgina og svo bara búinn að liggja í leti. Skráði mig í Árshátíðarhóp í skólanum í dag og sér sá hópur um allan undirbúning árshátíðarinnar fyrir utan skreytingarnar. Þemað þetta árið verður Óskarinn og held ég að þetta verði því soldið spes 🙂 Rauður dregill og alles heyrði ég. Ömurlegasta er reyndar að við fáum ekki nema 2 daga til að undirbúa árshátíðina en ég man þegar ég byrjaði í skólanum var þetta kallað opin vika og var þá öll vikan notuð í að undirbúa árshátíðina. En við fáum sem sagt fimmtudag og föstudag til að undirbúa hátíðina og verður hún svo haldin með pompi og pragt á föstudagskvöldinu. Þar sem ég hef ekki fengið mér í glas í tæpar 3 vikur ætla ég mér að byrja þetta snemma, bara þegar mar er búinn í skólanum (eða jafnvel fyrr HEHE ;).

Svo var ég eitthvað að vafra á netinu og fann þessa síðu hér og komst að því að það voru 6 böggar í explorernum mínum sem gerðu hökkurum og ýmsum spyware hommum kleift að komast inn í tölvuna mína. Er nú samt búinn að laga það núna 😉

Skemmtileg staðreynd: Mikki mús var fyrsta teiknimyndahetjan til að vinna Óskarinn.