Untitled

Jæja… þá er þetta allt saman að skella á. Árshátíðin á morgun og mar búinn að vera á fullu í morgun í undirbúningnum. Búinn að vera að taka myndir eins og vitleysingur, enda mikið af fólki sem kemur að þessari árshátíð. Fékk það verkefni að taka myndir af þeim sem eru tilnefndir til hinna ýmsu titla og komst að því að ég er tilnefndur til maður skólans! Hvað er það… alveg las listann, Jói Formaður, Einar Hlöðver og svo allt í einu Einir… HEHE það hefur vantað svona eitthvað til að skemmta sér yfir á kjörseðlinum svo þeir hafa sett mitt nafn þarna inn. Ég og Sæbjörg erum svo líka tilnefnd sem par ársins en ég veit að við eigum engan séns þar, þar sem Tinna og Bjarni eru einnig tilnefnd og eru þau bara orðin eitt af einkennum skólans. Mar labbar um gangana og þar eru þau alveg örugglega, 2 saman að **** eða eitthvað 😛

En já, svo fer mar niðrí Týsheimili í kvöld kl 8 og hvet ég alla sem ekkert hafa að gera að mæta þangað og hjálpa okkur að gera allt klárt fyrir annað kvöld því þetta mun verða mögnuð árshátíð =)

Svo er það bara meiri undirbúningur á morgun og verður mar örugglega að þangað til korter fyrir ball þannig að nóg er að gera. Held að sumt fólk sé búið að fá nálgunarbann á mig með myndavélina en það er bara í fínu lagi… 😉

Skemmtileg staðreynd: Tohru Iwatani, höfundur hins sívinsæla Pacman fékk hugmyndina að leiknum þegar hann sá pizzu í partýi sem vantaði 1 sneið í.