Untitled

Jahæææææja… nokkuð góður tími síðan ég skrifaði síðast en já… svona er lífið, ekki endalaus dans á rósum. Búinn að vera eitthvað slappur í vikunni, fékk smá vott af flensunni ásamt einhverju öðru drasli þannig að mar er bara búinn að vera í algjöru rusli má segja. Vonandi er mar nú samt að lagast af þessu og það eiginlega bara verður að ske þar sem Magni félagi (sem er kominn með nýja síðu) er búinn að draga mig með sér á Hippaballið í Höllinni á morgun. Mar sér til.

Annars er bara allt fínt að frétta held ég. Gæti farið svo að maður verði latari við að henda inn einhverju bloggi hérna næstu daga en það verður bara að hafa það 🙂 Nóg af öðrum flottum bloggerum hérna til hliðar til að skoða. Þangað til næst… lifið heil!

Skemmtileg staðreynd: Þyngdin af öllum skordýrum heims samanlögðum yrði tólf sinnum meiri en af öllu fólkinu í heiminum.