Untitled

Jæja… mar skellti sér á Hippahátíðina í Höllinni í gær og var það bara hin fínasta skemmtun. Byrjaði kvöldið heima hjá Magna félaga þar sem voru Magni, Einar Örn, Svavar, Binni, Hlynsi, Elli og kærastan hans. Fínasta stemmning sem myndaðist og endaði það með því að við fórum að rökræða um stríðið í Írak (hvað annað 🙂

Svo var kominn tími til að skella sér á ballið og keyrði Dolli okkur upp í Höll þar sem ég hitti fullt af skrýtnu fólki 😀 Það var snilld að sjá suma þarna alveg eins og klippta út úr mynd frá 1970 eða eitthvað 🙂 En já… þetta var fín skemmtun og ágætis ball, hefði kannski mátt vera aðeins meiri tilbreyting í lögunum sem þau tóku… en já, annars bara fínasta ball.

Fór á Daredevil á POWERSÝNINGU í Bíóinu hérna 🙂 ágætis mynd og ég verð bara að segja að hljóðkerfið er jú búið að batna, enda ekki við öðru að búast á POWERSÝNINGU 😀

Svo er það bara skólahelvítið á morgun. Ég get ekki beðið eftir páskafríinu.

Verð svo að deila með ykkur einni snilld sem ég lenti í á ircinu bara rétt í þessu:

[00:06:35] (cerebellu) áttu ísbúð

[00:06:36] (cerebellu) ?

[00:07:00] (eX-einir) ég á hana ekki nei

[00:07:40] (cerebellu) en áttu cd key fyrir half life

Smá munur… 😀

Djammstjörnugjöf Einis:

Skemmtileg staðreynd: Kermit froskur er örvhentur.