Untitled

Jæja, þá er enn einn föstudagurinn genginn í garð en ég verð að segja að þessi er nokkuð sérstakur. Í kvöld held ég að það ætli bara flestir að skella sér á djammið hérna í Vestmannaeyjum. Allavega ætlum við hérna nokkur að taka okkur saman og starta sumrinu snemma og grilla heima hjá litlum Hlynsaling just like the old days 😉 Er búist við að það verði nú ágætlega margt um manninn, en þeir sem hafa boðað komu sína voru meðal annars Bush Bandaríkjaforseti og Saddam Hussein fráfarandi Íraksforseti ásamt fríðu föruneyti sérsveita hans. Nei ég segi nú bara svona… en þeir sem ætla að koma svo ég viti eru Hlynur, ég, Magni, Stebbi, Svenni, Gulla, Hildur, Birna, Sæbjörg og Sandra. Þannig að búast má við fínasta kvöldi… svo eru hinir og þessir einir heima í kvöld þannig að ég finn á mér að það á eftir að rætast úr þessu öllu saman 😉

En já, best að fara að gera sig kláran fyrir grill&chill næstu klukkustundirnar eða svo 😀

Laaaater…

Skemmtileg staðreynd: Uppáhalds samloka Elvis Presley var grilluð samloka með hnetusmjöri og bönönum.