Untitled

Eftir snilldar grillveisluhjá Hlynsa kalli í gær og bara yfir höfuð snilldar djamm vaknaði ég í morgun… ennþá fullur og í fíling bara 😉 Ákvað að bregða út af vananum og vera fljótur að henda myndunum inn og er þær að finna í myndasekksjóninu eins og svo oft áður. En já… byrjuðum á að grilla um 9 leitið og föttuðum að það var keypt ALLTOF mikið af kjöti… stelpurnar voða bjartar og keyptu lambakjöt en þar sem ég átti að grilla sleppti ég bara öllu lambinu þar sem ég er ekki enn búinn að mastera það að grilla lamb. Svínið dugði vel og átu allir á sig gat. Svo var bara sest niður og melt aðeins, en það stóð ekki lengi því bjórinn beið kaldur. Við chilluðum í smá tíma í stofunni hjá Hlynsa en ákváðum svo að fara í Ásgarðinn þar sem Siggi Björn og einhverjir voru. Þar var fínasta chill stemmning en við ákváðum að skella okkur í partý sem okkur hafði verið boðið í hjá Svölu og Gísla Steinari en þegar þangað var komið var verið að henda liðinu út svo að ég, Aron, Magni og Hildur ákváðum að skella okkur bara heim til Magna þar sem við spjölluðum og skemmtum okkur. Svo bara vaknaði ég heima og frétti að Randver hafi skutlað mér heim og læti. Þakka þér Randver 😉

En allavega… snilldar myndir sem voru teknar í gær af liðinu hjá Hlynsa, endilega kíkið á þær ;D Annars verður örugglega bara chill í kvöld… en hver veit? 😛

Djammstjörnugjöf Einis:

Skemmtileg staðreynd: Hani nokkur í Colorado í Bandaríkjunum lifði í 18 mánuði eftir að hafa verið hálshöggvin og halda íbúar bæjarins Fruita upp á “Mike hauslausi-haninn daginn” til að minnast þessa merkilega hana.