Untitled

Jæja… þá koma að því að það gerðist sem hefur legið í loftinu lengi… ég breytti um look á síðunni. Gamla lookið var orðið soldið þreytt og kominn tími til að breyta til, og er ég bara nokkuð ánægður með afraksturinn… ef þið sjáið eitthvað sem er bilað þá endilega hendið því í kommentin…

Annars er voðalega lítið að frétta… við fórum ekki aftur að renna í gær vegna þess að það var skííítaveður og ííískallt… held það sé -6° hérna núna þannig að mar er ekki beint á sólarströnd hérna… veturinn er greinilega kominn og hann lét sko bíða eftir sér.

En já, ég er farinn heim til Árna Óla að spila, en vill endilega minna sem flesta á að skrá sig á EyjaLANið sem verður haldið næstkomandi helgi, skráningu lýkur á miðvikudaginn… Allir að mæta! 😉

En núna er ég farinn… bæjó

Skemmtileg staðreynd: Heitt vatn er þyngra en kalt vatn.