Untitled

Jæja, þessi dagur er ekki búinn að vera sá besti í mínu lífi, það er eitt sem víst er. Byrjaði daginn á því að fara klukkan 8 í íþróttir (sem mér finnst persónulega að eigi að banna, íþróttir í byrjun dags er helvíti… sérstaklega blakrusl) En já eftir íþróttir hélt ég á leið upp í skóla þar sem ég átti að fara í landafræði hjá Einari Fidda en nei, ákvað bíllinn bara ekki að verða bensínlaus… helvítis 4×4 eyðir svona 70% meira en bara afturhjóladrifið og kenni ég því helvíti alfarið um 🙂

Ekki nóg með það heldur þurfti ég að komast heim til mín til að ná í pening til að kaupa bensín á greyið og fékk ég bílinn hjá pabba lánaðan til þess (hann vildi ekki draga mig niðrá bensínstöð því bíllinn minn er svo þungur, það færi víst illa með litlu drossíuna hans :P). Svo þegar ég var búinn að setja bensínið á bílinn og ætlaði að setjast uppí og starta var helvítið orðið rafmagnslaust líka, helvítis hazzard ljósin fóru með aldraða rafgeyminn minn 🙁 Það varð til þess að ég vakti pabba og bað hann um að ýta bílnum með mér sem hann nú gerði kallinn, þótt hann væri eitthvað meiddur í löppinni og við ýttum honum niður Heiðarveginn og þar kom ég kvikindinu í gang, fór með hann niðrá Klett og tók bensín. JEIJ… en ég missti af Landafræðitímanum og ég er ekki viss um að Fiddarinn eigi eftir að fyrirgefa mér þar sem ég er hans eftirlætisnemandi… (hmmm 🙂

En nóg um þetta helv***… nú eru víst allir að vonast til að Unnar spili á Prófastinum á morgun og ég verð bara að segja að það væri reyndar alveg fínt (þeir sem vita 100% hvort hann ætli að spila mega endilega henda því í komment :)… þótt mar sé að fara að lana og svona. Arndís kemur með Herjólfi á morgun og henni fylgir alltaf eitthvað djamm 😀 Reyndar verða SSSól í Höllinni á laugardaginn en það er ekki víst hvort þeir verði frá klukkan 21 – 01 eða frá 01 – 04?!? Hver nennir á ball í Höllinni klukkan 9? Meiri steypan…

En ég ætla að fara að koma mér úr skólanum… síðasti tíminn í dag og ég er farinn heim að formata tölvuna mína eða eitthvað 🙂

Bið að heilsa í bili.

Skemmtileg staðreynd: Meðal heimasíða inniheldur um 500 orð.