Untitled

Þá er það komið á hreint. Samkvæmt auglýsingum uppi í skóla mun DJ Unnar þeyta skífum á Prófastinum annað kvöld. Er búist við fínni klúbbastemmningu og er þetta rétta tækifærið til að rifja upp áramótin (fyrir þá sem það vilja 😉

En já… svona er víst fyrirkomulagið:

Staður: Prófasturinn

Stund: Föstudagurinn 7. febrúar

Húsið opnar: Klukkan 23:30

Verð: 1500 kr.

Aldurstakmark: 16 ár

Ég hvet alla til að mæta og hita upp fyrir næstu helgi þar sem Hlynur Herjólfs og fleiri munu keppa um titilinn Dragdrottning FíV 😛

Skemmtileg staðreynd: Það var plötusnúðurinn Alan Freed sem gerði slangrið ‘Rock and Roll’ vinsælt.