Untitled

DJ Unnar hélt uppi fínni kúbbastemmningu á Prófastinum í gærkvöldi og mættu bara þónokkuð margir og var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér konunglega. Ég var með myndavélina á svæðinu og tók nokkrar myndir en þar sem ég skellti mér á lan þessa helgina dróst það nokkuð að henda þessum myndum inn og ætlaði ég reyndar ekkert að gera það fyrr en ég kæmi heim af laninu á morgun. En ég heyrði frá annarri hverri manneskju sem ég hitti í dag “Hvenær ætlaru að setja myndirnar inn?” þannig að ég bara skellti mér í ferðatölvuna og henti þessu á netið 😉

Myndirnar er að sjálfsögðu að finna í myndasekksjóninu.

En já, ég þakka Unnari og þeim sem að þessu balli stóðu og einnig vil ég þakka Hildi sérstaklega fyrir frábæra takta þarna fyrr um kvöldið 😛

Djammstjörnugjöf Einis:

Skemmtileg staðreynd: Rannsóknir sýna að flest fólk hræðist köngulær meira en dauðann.