Untitled

Nú er Michael Jackson víst alveg vitlaus útaf heimildarmyndinni sem var sýnd um hann í sjónvarpi nú fyrir stuttu sem breski sjónvarpsmaðurinn Michael Bashir stóð fyrir og tók viðtöl við Michael Jackson. Jackson er ekki alveg sáttur við það hvernig samtölin voru klippt og ásakar Bashir um að sýna sig sem skrítinn og óþroskaðan mann (sem hann er ekki? :). Michael Jackson, sem lét sína menn einnig taka upp samtölin við Bashir ætlar að láta klippa þau niður eins og hann vill og þau verða víst sýnd í sjónvarpinu 20. febrúar næstkomandi… spennandi að sjá hvort hann líti eitthvað betur út á þeim. Allavega held ég að þeir þurfi aðeins að eiga við andlitið á honum ef hann á að líta betur út…

En já, nú er skólavikan hálfnuð og næstu helgi verður DJ Páll Óskar á Prófastinum í tilefni að Valentínusarballi FíV. Búist er við miklu stuði og verða víst einhver verðlaun fyrir “sætasta parið” eða eitthvað… geggjað fjör. Maður vonar nú bara að það verði eitthvað magnað partý eftir þetta ball 😉

Annars er ég bara farinn í íslensku eða eitthvað… alltaf svo gaman í skólanum 😉

Skemmtileg staðreynd: Elvis Presley féll í tónmennt í skóla.