Untitled

Þá var það að koma í ljós bara fyrir 5 mínútum að Birgitta Haukdal mun fara fyrir hönd Íslands 24. maí næstkomandi í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) með lagið “Segðu mér allt”. Þess má geta að Botnleðja kepptu einnig um að fá að komast til Lettlands í sumar en þeir urðu í 2. sæti. Ég hefði persónulega frekar viljað sjá þá fara en það hefði kannski ekki verið nógu “júróvisjónlegt”, en þeir einmitt sögðu í byrjun þegar þeir tóku þátt að þetta væri þeirra tilraun til að rokka Eurovision aðeins upp og mér finnst það bara snilld…

En já, Birgitta mun syngja fyrir hönd Íslands í Lettlandi í maí og vonandi að henni gangi bara sem best… og miðað við útaf hverju Svíþjóð vann hérna um árið þá ætti hún alveg að geta það 😉

Skemmtileg staðreynd: Eini staðurinn í Evrópu sem apar lifa villtir er á eyjunni Gíbraltar.