Untitled

Þvílíka snilldin… í morgun mætti maður í skólann, úldinn eins og hina dagana en það sem fékk mann til að lifna aðeins við var frétt um það að einhverjir höfðu um nóttina gert sér það að leik að hleypa lofti úr dekkjum á bílum hjá allnokkrum kennurum. Það varð til þess að Gunnar Þorri mætti korteri of seint í íslensku sem ég átti að fara í kl. 8 en það var eitt sem sló allt út… Áslaug kennari fattaði ekki neitt og keyrði bara á bílnum svoleiðis alla leið upp í skóla… djöfull hló ég. Þá er það bara spurningin sem er á allra vörum núna… hverjir ætli hafi gert þetta? Ég er með ákveðna menn í huga en læt samt ekkert uppi… þar sem ég held þetta hafi verið gert að lögreglu máli…

En já… nú ætla ég að fara að skella mér á stofnfund Jakanna þar sem hokkíliðið hans Sigga bró verður formlega tekið inn í ÍBV… magnað framtak hjá peyjanum.

Og já… þetta helvítis haloscan RUSL er enn bilað… búið að vera bilað í fu**** 2 eða 3 daga og ég er alveg kominn að því að skipta um kommentakerfi en ég gef þeim lokafrest… segja að þetta verði reddí fyrir morgundaginn en ef ekki… þá bara finn ég eitthvað annað kommentashit 😉

En já, later…

Skemmtileg staðreynd: Englandsdrottning á 2 afmælisdaga.