Untitled

Þá er mar kominn heim til sín eftir fínt djamm í gærkvöldi, sem ég var reyndar næstum búinn að gefast upp á að fara á. Þetta byrjaði í rauninni allt á föstudaginn þegar ég talaði við Bigga og Árna Óla á rúntinum og þeir sögðust ætla á ballið, en ég ætlaði ekki að fara. Þeir náðu nú samt að lokum að fá mig til að joina þá og þar sem ég átti eina carlsberg kippu síðan helgina áður ætlaði ég að spara mér það að fara í ríkið og drekka hana bara. En nei, þegar ég ætlaði að ná í kippuna í gærkvöldi inn í ísskáp þar sem ég skildi hana eftir var hún horfin… mig grunar Sigga bróður sterklega og fær hann að kenna á því þegar hann kemur heim af laninu 🙂 En ég reddaði því, eða reyndar pabbi, með því að hringja í Sigurrós frænku og fá lánaða kippu hjá henni! Mad þakkir til hennar fyrir það…

Þegar þessu var reddað fór maður heim til Söndru og þar voru Árni Óli, Biggi, Svenni, Sandra, Gulla, Ásta Sigga, Lóa og Andrea. Þar var skellt í sig nokkrum bjórum og svo að lokum skellt sér á ballið um 1 leitið… það þarf ekki að spurja að því að Páll Rósinkrans og félagar í Jet Black Joe voru geðveikir og lögin sem þeir eiga eru geðveik… þetta var snilldarball frá a til ö.

Eftir ballið fór ég heim til Magna áamt fríðu föruneyti, en það voru þau Hildur Dögg, Magni, Birgir Þór, Guffi, Lóa og Andrea. Ég og Magni tókum leik í Fifa 2003 og er stutt frá því að segja að ég tók hann í nefið. Svo um 6 leitið var lítill Einir búinn að fá nóg (er ég orðinn svona gamall?) og skokkaði ég þá bara heim og fór að sofa eftir alveg hreint fíííínt kvöld 🙂 og já… ég tók engar myndir :/

Ég rakst einmitt á viðtal við Pál Rósinkrans þar sem hann er spurður út í eiturlyfjaneyslu sína og margt annað á einhverjum vef gegn vímuefnum. Skondið svarið sem hann gefur við síðustu spurningunni og einnig nafnið á hljómsveitinni sem hann er í 🙂 Viðtalið er að finna hér.

Djammstjörnugjöf Einis:

Skemmtileg staðreynd: Ef termítar eru látnir hlusta á rokktónlist eru þeir tvöfalt fljótari að naga sig í gegnum timbur.