Untitled

Var að koma af ‘fótboltaæfingu’ sem Magni félagi bauð mér á… geðveikt stuð. Þeir eru víst með tíma uppi í Íþróttamiðstöð og Magni sagði mér að mæta korter yfir átta sem ég gerði og þarna voru mættir Magni, Einar Örn, Einar Jóhann, Binni, Hjörtur, Ölli, Siggi Ari, og Björn. Fínasti tími og var þetta svona endurupplifun frá því að Týsheimilistímarnir voru og hétu hérna í denn. En já, það er stutt frá því að segja að þolið hjá litlum Eini er ekki upp á marga fiska og er greinilegt að maður þarf að fara að gera eitthvað í því… þegar Magni kall tekur mann í nefið í fótbolta held ég að maður þurfi virkilega að fara að hugsa sinn gang, man hérna í gamla daga þegar maður rúllaði honum upp í yngri flokkunum 😉

Ég held líka svei mér þá að síðustu vatnsdropar eyjunnar hafi endað á hausnum á okkur í sturtunum því allt í einu gáfu þær upp öndina… allt vatnslaust, Binni átti eftir að fara í sturtu og Einar Örn var að raka sig… hahaha 😉

Svo er bara það að frétta að maður er í miðju miðannamati og er að drukkna í prófum og ritgerðum. Er að fara í íslenskupróf á morgun og á svo að skila 2 ritgerðum og einu stóru verkefni í Stærðfræði á mánudaginn… þannig að það verður ekki gert mikið spennandi þessa helgina. Maður huggar sig þó við það að það eru ekki nema 2 vikur í ÁRSHÁTÍÐINA! 😉

Skemmtileg staðreynd: Fullt nafn knattspyrnusnillingsins Pele er Edson Arantes do Nascimento.