Untitled

sálin spilaði í höllinni í gærSíðasta djammið áður en skólinn byrjar var í gær og var ætlunin að fara á ball í Höllinni með Sálinni hans Jóns míns. Kvöldið byrjaði bara ágætlega þar sem ég, Hlynur Herjólfs, Sæbjörg, Hildur og María hittumst heima hjá Sæbjörgu hver með sína kippu og spiluðum trivial, svo kom Steebman aðeins seinna. Eftir eitt spil eða um 2 leitið ákváðum ég og Hlynsi að fara að skella okkur í Höllina og skutlaði Stebbi okkur.

Í stuttu máli fannst mér bara voðalega takmarkað stuð þarna og fannst mér bara stælar í þeim félögum í Sálinni. Gítarleikarinn alltaf með einhvern derring og þóttist vera voðalega svalur. Svo toppaði það allt þegar klukkan sló 4 og þeir bara hættu að spila, lögðu frá sér hljóðfærin og löbbuðu út af sviðinu… algjör hörmung. En svo var annað, um klukkan 3 fór Hlynur og náði í jakkann sinn í geymslu þar sem hann hafði geymt einn bjór í honum og sást víst til hans með bjórinn og honum hent út. Ekkert hægt að tala Simma til og Hlynur var bara látinn fjúka! Alveg sama hvað maður sagði við Simma hann haggaðist ekki. Mér fannst þetta nokkuð sorglegt þar sem Hlynur var ekki einu sinni búinn að opna bjórinn og það sem meira er, það er BANNAÐ að fara út af böllum núna í Höllinni (þ.e.a.s. ef maður hefur í hyggju að vera lengur á ballinu). Maður getur s.s. ekki labbað út til að fá sér frískt loft ef maður er orðinn aðeins of fullur. Þetta er svo mikið bull að ég á ekki til orð. En annars er ég núna farinn að horfa á Murder by Numbers…

adios.

Djammstjörnugjöf Einis:

Svo fær Simmi einnig kartöflu fyrir leiðinleika.

Skemmtileg staðreynd: Svín geta orðið alkahólistar.