Untitled

þessi mynd verður GEGGJUÐ!Þá er komið að því, sem maður hefur beðið eftir síðan ég veit ekki hvenær á síðasta ári! Við höfum ákveðið nokkur að skella okkur til Reykjavíkur með seinni ferð Herjólfs á morgun í einskonar ‘ródtripp’ þar sem aðalástæðan (hjá flestum) er að sjá hina rooooosalegu mynd Lord of the Rings – Two Towers!

Þau sem munu fara í þessa ferð erum ég, Sæbjörg, Siggi bróðir, Hildur, Hlynur, María G, Steebman og Grjóni en það gætu fleiri hafa bæst í hópinn sem ég veit ekki af, eða einhverjir munu ganga til liðs við okkur í rvk. En já, þetta er eitthvað sem maður hefur beðið eftir að gerðist síðan mar sá treilerinn af myndinni eða reyndar eiginlega bara síðan maður sá fyrri myndina jólin 2001 😀

Þetta verður örugglega mikil skemmtiferð þar sem farið verður með seinni ferð Herjólfs á morgun eins og hefur komið fram og komið svo heim með jólfinum á sunnudaginn og auðvitað mun ég taka myndavélina með svo þið sem heima sitið getið nú aðeins séð hvernig þetta fór fram ;). Einnig hvet ég sem flesta Vestmannaeyinga sem ekki hafa séð myndina að drattast til Reykjavíkur þessa helgi því þetta verður stuuuuð!

Allavega, þar sem ég verð í rvk þessa helgi verður ekki mikið um uppfærslur en ég giska á að ég muni koma með frétt og myndirnar á sunnudaginn ef ég nenni en annars mánudaginn 😉

Adios!

Skemmtileg staðreynd: Uppáhalds bíómynd Adolfs Hitlers var King Kong.