Untitled

fólkið í biðröð eftir að komast í bláa lóniðJææææææææææææææja… þá er maður kominn heim úr þessari líka fííííínu LOTR-TTT ferð sem var meira en vel þess virði að hafa farið í. Í stuttum dráttum var ferðin einhvern veginn svona:

Föstudagurinn 10. janúar: Mættum í Herjólf kl. 15:50 þar sem honum hafði seinkað og átti ekki að fara fyrr en 16:00. Komum til Þorlákshafnar um sjö leitið og var haldið beint til Hofsóss… neeeeeee segi svona… til Reykjavíkur. Þá hafði verið ákveðið að fara beint og kaupa miðana í bíóið og var það því gert. Því næst var farið að éta og varð Subway fyrir valinu (en ekki hvað? :). Svo var bara beðið til hálf 10 en þá var mætt og fundið sér fín sæti. Svo hófst þetta allt saman, þessi mynd er ein sú mesta snilld sem ég hef séð… þvílíki hasarinn í seinni hluta myndarinn að maður vissi ekk hvert maður ætlaði! Ég mæli með að allir heilbrigðir menn fari og sjái þessa mynd og það strax! En já, eftir myndina eða rétt tæplega 2 var bara farið heim að sofa og ákveðið að fara í Bláa lónið daginn eftir 🙂

Laugardagurinn 11. janúar: Vaknaði kl um 2 þar sem Sæbjörg, Hildur og María höfðu farið að versla kl 12 og ætlaði Sæbjörg að vera búin svona 2, hálf 3. Það dróst nú samt eitthvað og endaði ég með að sækja hana kl. hálf 4. Þá lá leiðin í Bláa lónið og var það fínt chill í 1 og hálfan tíma eða svo + eitthvað drullumall og læti. En já, svo var haldið aftur til Reykjavíkur þar sem menn fengu sér að borða og var svo farið í keilu, og ekkert annað en diskókeilu í Keiluhöllinni HEHE. Skiptum við hópnum í tvennt og endaði það með því að Garðar Heiðar smallaði báðum leikjunum í hóp 1 (Stebbi, Grjóni, Hlynur og Garðar) en í hóp 2 var aðeins meiri spenna. Í fyrri leiknum var baráttan á milli mín og Hildar nokkurrar sem endaði með því að ég vann 🙂 en seinni leiknum lauk með yfirburðarsigri Maríu (sem lenti í 4 sæti af 5 í fyrri leiknum!). Svo eftir þessa keilu héldum við áleiðis í Smárabíó og ætluðum að gá hvort það væri einhver 12 sýning þar og viti menn. Það var ein mynd sýnd kl. 12 og var það myndin Transporter sem reyndist eftir allt saman bara vera ágætis afþreying. Eftir hana var svo bara farið heim að sofa.

Sunnudagurinn 12. janúar: Vöknuðum kl 2 og ég fór með Sæbjörgu að versla eitthvað meira í Smáralindinni og svo var farið á skauta. Það var fínasta fínt fyrir utan að ég fór síðast á skauta í 10. bekk og var því ekki alveg að muna hvernig þetta var gert… reddaðist samt alveg og ég datt aldrei! 🙂 Svo fórum við að fá okkur að borða og loks var haldið til Þorlákshafnar þar sem Herjólfurinn beið eftir að flytja okkur til Eyja, og nú erum við hér öll nema Siggi, Hildur, María og Stebbi sem misstu af Jólfinum… HEHE

En já… þetta var snilldar ferð og einmitt það sem maður þurfti, ekki búinn að fara til Reykjavíkur síðan ég kom frá Costa.

Og já, ég tók einhverjar nokkrar myndir í þessari ferð og eru þær komnar inn í myndasekksjónið.

Nú er ég farinn að horfa á einhverja sniðuga spólu

Bæjó.

Skemmtileg staðreynd: Atvinnuhokkíspilarar skauta að meðaltali á 40 – 50km hraða á klukkustund.