Untitled

chris kirkland var maður leiksins skv. einir.com ;)Liverpool sóttu lið Arsenal heim á Highbury í dag og var maður búinn að bíða spenntur eftir þessum leik verð ég nú að segja. Liverpool búið að vera í algjörri lægð núna síðastliðinn mánuð eða svo og einungis náð 6 stigum í hús af 24 mögulegum.

En já, leikurinn byrjaði alls ekki vel fyrir mína menn, Arsenal var með stórskotahríð alveg út fyrri hálfleikinn og sagði það sitt um hvernig leikurinn var að þróast að í hálfleik höfðu Arsenal menn fengið 10 hornspyrnur en Liverpool enga. En staðan var nú samt 0 – 0 í hálfleik og var það Chris Kirkland sem bjargaði liðinu alveg þar með frábærri markvörslu og var hann án efa maður leiksins.

Í seinni hálfleik hinsvegar fóru Liverpool menn að láta til sín taka á vellinum og augljóst að Houllier hafði messað yfir þeim í leikhlénu. Liverpool átti mörg góð færi og á 70. mínútu fengum við réttilega dæmda víti þar sem Soul Campbell klippti Baros niður inni í vítateig. Murphy skoraði af öryggi en það dugði skammt þar sem dómarinn dæmdi 10 mín seinna víti á John Arne Riise, sem átti að hafa togað Francis Jeffers niður en það sást í endursýningunni að hann var löngu búinn að sleppa Jeffers. Fáránlegur dómur en Henry skoraði síðan úr þeirri vítaspyrnu og leikurinn fór 1 – 1. Ágætis úrslit svosem en ég hefði viljað sjá smá sigur og fá meiri spennu í toppinn. Annars las ég á liverpoolfc.tv að Gerrard segi að Liverpool sé enn með í toppslagnum, það verði erfitt héðan af en að þeir séu enn með. Þá er bara vonandi að þeir sýni það í næstu leikjum og fari að vinna. Næsti leikur verður á nýju ári gegn Newcastle, en þeir tóku Tottenham 2 – 1 í dag.

En jæja… best að fá sér eitthvað að éta og búa sig undir meira Party & co í kvöld á móti fjölskyldunni þar sem ég spái mér og Sæbjörgu sigri 😉

Skemmtileg staðreynd: Fótbolti er spilaður í fleiri löndum en nokkur önnur íþrótt.