Untitled

Jæja… það hlaut að koma að því. Nú gengur sú saga fjöllum hærra að ég sé að verða pabbi og læti… en ég verð að hryggja ykkur með því að leiðrétta þann misskilning sem að ég held hefur sprottið upp frá saklausu gríni sem Árni Óli og Magni gerðu í Bigga, Hirti og Sigga Ara kvöldið sem SSSól spilaði. Þá sögðu þeir þeim að væri að verða pabbi (s.s. að Sæbjörg væri ólétt) og þeir gleyptu við þessu öllu og þá væntanlega farið með þetta lengra… og eins og allir vita þá eru þetta Vestmannaeyjar og svona lagað breiðist vægast sagt HRATT út… en já, einsog ég segi, þetta er algjör misskilningur, Sæbjörg er ekki ólétt.

Hins vegar vil ég minnast á það að ég var að eignast lítinn frænda í gærkvöldi. Arndís Bára frænka var að eignast lítinn strák og vil ég óska Arndísi, Ívari og þeirra fjölskyldum til hamingju! 🙂

Þá er það vetrarfríið… það er stutt frá því að segja að ég eyddi vetrarfríinu í barasta ekki rass. Mættu 5 manns í þessa fyrirhuguðu Óvissuferð FÍV og henni þar með frestað… aftur, enda var alveg hundleiðinlegt veður og allir á leiðinni upp á land til að nota vetrarfríið… En já, föstudagurinn fór í rúnt og spólu, laugardagurinn fór í að vinna fyrir pabba þar sem hann var með Árshátíð Ísjakans í gangi og bauð bara öllum gellunum í mat og á ball með Pöpum uppí Höll, algjör greifi… Sunnudagurinn enn meiri spólur og í gær líka 🙂 Þannig að þetta var bara svona chiiiiill…

Well… ég ætla að drulla mér í Transport Tycoon Deluxe… snilldarleikur! 😀