Untitled

Þessi mynd kemur greininni ekkert við ;)Jæja… þá hefur það verið ákveðið. Óvissuferðin, sem slegin hefur verið á frest hvað eftir annað hefur verið ákveðin föstudaginn næstkomandi 15. nóvember. Einnig frétti ég að í þessa óvissuferð ættu allir að mæta með hatt, rauðan varalit og eitthvað meira sem ég er búinn að steingleyma. Ef þið vitið hvað hitt draslið er sem á að koma með væri fínt ef þið hentuð því bara hér í kommentin 😉 En allavega… fyrst þetta er nú ákveðið og skráningalistinn er kominn upp uppí skóla hvet ég alla til að skrá sig, og ég lofa því að ef nógu margir mæta í þetta þá verður fjör. Það sem fólk er alltaf að klikka á sérstaklega í þessum skóla er að það eru alltaf allir að bíða eftir að fleiri skrái sig… og hvað gerist þá? Það skráir sig enginn og hætt verður við allt… ekki alltaf hugsa um hina, skráðu þig bara!

Jæja… ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna þar sem ég þarf að molda út ritgerð fyrir morgundaginn.

Hittumst hress og kát í Óvissuferðinni á föstudaginn!

Later

P.s. Myndavélin mín er ekki enn komin úr viðgerð svo ég mun ekki taka myndir í þessari óvissuferð 🙁