Untitled

það er nú eitthvað bogið við þetta...Þá er helgin löngu búin og það var nú ekki mikið sem maður gerði. Á föstudaginn fórum við í óvissuferðina frægu sem hafði verið frestað allavega tvisvar fyrir þetta. Þetta var hin fínasta ferð og voru bara þónokkuð margir sem komu, allavega þurfti að skipta um rútu þar sem nemendaráðið bjóst við mun færra fólki… þannig að ekki vantaði stemmninguna. Við byrjuðum á að fara út á skans í leikir (slá í rass & hókí pókí!!) og svo var rúntað eitthvað um eyjuna og að lokum farið með okkur uppí Eyverjasal þar sem við tók annar leikur sem fólst í því að okkur var skipt í lið og hvert lið fékk það mission að fara í eitthvað nærliggjandi hús og ná í 2 kex, tölu og kartöflu og koma með það og stilla upp á sem frumlegastan hátt fyrir dómnefndina og í verðlaun voru að ég held hot’n’sweet flaska… man ekkert hver vann en nóg með það.. svo var það sem klikkaði… það var bara eeeeeeekkert eftir þetta… það var einn gítar á svæðinu jú sem gekk á milli manna og hver og einn tók bara eitthvað lag sem kannski 2 sungu undir með. Það er þetta sem nemó klikkar á… mér finnst að þegar það er ekki ball heldur eitthvað svona gather dæmi á einhverjum stað að þau eigi að fá kannski einsog 2 – 3 sem kunna á gítar til að spila lög sem allir kunna (og ekki alltaf sömu lögin bara 🙂 og kannski gefa þeim nokkra bjóra í staðinn… 🙂 En þetta er bara mín hugmynd… Jæja… svo á lau og sun var bara legið og horft á sjónvarpið…

En þangað til næst… bæjó 😉

Djammstjörnugjöf Einis: