Untitled

Þar sem prófin fara nú að koma ákvað ég að skella mér á spámaður.is og spurja kallinn hvort ég nái ekki alveg örugglega öllum prófunum á þessari önn. Svarið var eitthvað á þessa leið:

Talan fjórir margfölduð með tveimur segir til um fjárhagslegt öryggi þitt og jafnvægi. Áttan táknar veraldleg gæði sem í þessu tilfelli tengjast líðan þinni á jákvæðan hátt.

Þér er ráðlagt að treysta því að hlutirnir verði eins og þú ein/n vilt og að þér sé ætlað stærra hlutverk en þú sinnir í dag.

Endir er á bið sem hefur einkennt umhverfi þitt og líðan þína nýverið. Útkoman uppfyllir óskir þínar og þrár. Málin taka stökkbreytingum á skömmum tíma.

Jahá… held mér lítist bara nokkuð vel á þetta 😉 Vonandi að mér gangi jafn vel í prófunum og spámaðurinn segir…

Skemmtileg staðreynd: Meðal tölvunotandi blikkar augunum 7 sinnum á mínútu