rólegheit…

Laugardagurinn 12. október kominn og enn ein helgin hér um bil hálfnuð. Það var ekkert að gera í gær, svo maður bara lagðist fyrir framan imbann og horfði á Silence of the lambs þar sem Anthony Hopkins fer á kostum, eins og hann gerir í Hannibal og á eflaust eftir að gera í Red Dragon. En já, ekkert gert í gær þar sem ekkert var að gerast en í kvöld mun DJ Ívar Amore þeyta skífum á Prófastinum og er 18 ára aldurstakmark og kostar 1000.- kr. inn.
Þar sem ég ætla mér ekki að fara á þetta væri vel við hæfi að þeir sem ætla sér að fara á Prófastinn í kvöld myndu kommenta hér um það hvernig hafi verið… Á meðan liggur mar bara heima og horfir á Hannibal ;D
Jæja… ég er farinn að fá mér að éta…